Uppbygging íbúahverfis á Húsavík
Málsnúmer 201606149
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 181. fundur - 30.06.2016
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá PCC Seaview Residences ehf þar sem óskað er eftir fjárhagslegri aðkomu Norðurþings að gatnagerð í áðurúthlutuðu hverfi E.
Áður en hægt er að taka afstöðu til fjárhagslegrar aðkomu sveitarfélagsins að gatnagerðinni telur byggðarráð að erindið þurfi að fara í efnislega meðferð hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Erindinu er vísað til þeirrar nefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 5. fundur - 05.07.2016
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndir PCC Seaview Residences ehf um uppbyggingu á svæði E í Holtahverfi. Fram kemur að félagið hefur áhuga á að byggja fimm fjölbýlishús til samræmis við gildandi deiliskipulag, auk 11 lítilla parhúsa á einbýlishúsalóðum. Eftir yrðu 8 einbýlishúsalóðir á svæði E.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri sat fundinn og Garðar Garðarson lögmaður var í símasambandi.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri sat fundinn og Garðar Garðarson lögmaður var í símasambandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd getur fyrir sitt leyti fallist á þá hugmynd að byggja lítil parhús á hluta svæðisins. Það væri í samræmi við niðurstöður nýrrar húsnæðiskönnunar að byggja upp minni íbúðir (undir 110 m²) á Húsavík á næstu árum. Hinsvegar telur nefndin að hugmyndir PCC Seaview Residences ehf að nýtingu svæðisins séu ekki ásættanlegar og annað hvort þurfi að stækka íbúðirnar eða fjölga þeim til að landnot teljist fullnægjandi. Ef vilji er til að byggja parhús af þeirri gerð sem kynnt er telur nefndin að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu sem aðlagi skipulagsskilmála og lóðir að húsgerðum og miði að hærra nýtingarhlutfalli en fyrirliggjandi hugmyndir PCC Seaview Residences ehf geri ráð fyrir. Nefndin telur að slíka breytingu þurfi að afgreiða skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að þau hús sem byggð verði á svæðinu verði byggð úr góðum byggingarefnum til að tryggja útlitsgæði og lágmarka viðhald.
Byggðarráð Norðurþings - 182. fundur - 15.07.2016
Viðræður milli sveitarfélagsins Norðurþings og PCC Seaview Residences ehf standa yfir um uppbygging Holtahverfis á Húsavík. Ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings nýverið um að fyrirhuguð áform félagsins rúmist ekki innan ríkjandi deiliskipulags krefst þess að breytingar verði gerðar til samræmis við þau áform sem nú eru uppi, ef af verkefninu á að verða.
Undir þessum lið mætti til fundarins Snæbjörn Sigurðarson,verkefnisstjóri atvinnumála. Einnig tók Garðar Garðarsson lögmaður Norðurþings þátt í fundinum í síma undir þessum lið. Farið var yfir stöðu byggingamála og næstu aðgerðir.
Sveitarstjóra, ásamt Garðari og Snæbirni falið að vinna áfram í málinu.
Sveitarstjóra, ásamt Garðari og Snæbirni falið að vinna áfram í málinu.
Byggðarráð Norðurþings - 183. fundur - 04.08.2016
Á sama tíma og byggðarráð Norðurþings fagnar því að PCC Seaview Residences vilji byggja upp íbúðarhúsnæði á Húsavík, hugnast ráðinu þó alls ekki áform þeirra um að byggja upp hluta hverfisins úr notuðum vinnubúðareiningum.
Byggðarráð tekur jákvætt í að taka yfir áform PCC SVR um gatnagerð í hverfinu, að því gefnu að endanleg fjármögnunarleið liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.
Byggðarráð tekur jákvætt í að taka yfir áform PCC SVR um gatnagerð í hverfinu, að því gefnu að endanleg fjármögnunarleið liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 6. fundur - 16.08.2016
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti breyttar hugmyndir PCC Seaview Residences að uppbyggingu í Langholti. Breytingar frá fyrri hugmyndum fela í sér að byggðar yrðu upp bílgeymslur fyrir hverja eign í parhúsum.
Fyrir fund sat nefndin sameiginlegan kynningarfund með sveitarstjórnarfulltrúum og fulltrúum í framkvæmdanefnd þar sem fulltrúar PCC Seaview Residences gerðu grein fyrir byggingaráformum.
Fyrir fund sat nefndin sameiginlegan kynningarfund með sveitarstjórnarfulltrúum og fulltrúum í framkvæmdanefnd þar sem fulltrúar PCC Seaview Residences gerðu grein fyrir byggingaráformum.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið byggðaráðs og hugnast ekki fyrirliggjandi hugmyndir að uppbyggingu á þeim ellefu lóðum sem hugsuð eru undir parhús.