Skipulags- og umhverfisnefnd
Dagskrá
1.Uppbygging íbúðahverfis á Húsavík
Málsnúmer 201606149Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndir PCC Seaview Residences ehf um uppbyggingu á svæði E í Holtahverfi. Fram kemur að félagið hefur áhuga á að byggja fimm fjölbýlishús til samræmis við gildandi deiliskipulag, auk 11 lítilla parhúsa á einbýlishúsalóðum. Eftir yrðu 8 einbýlishúsalóðir á svæði E.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri sat fundinn og Garðar Garðarson lögmaður var í símasambandi.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri sat fundinn og Garðar Garðarson lögmaður var í símasambandi.
Skipulags- og umhverfisnefnd getur fyrir sitt leyti fallist á þá hugmynd að byggja lítil parhús á hluta svæðisins. Það væri í samræmi við niðurstöður nýrrar húsnæðiskönnunar að byggja upp minni íbúðir (undir 110 m²) á Húsavík á næstu árum. Hinsvegar telur nefndin að hugmyndir PCC Seaview Residences ehf að nýtingu svæðisins séu ekki ásættanlegar og annað hvort þurfi að stækka íbúðirnar eða fjölga þeim til að landnot teljist fullnægjandi. Ef vilji er til að byggja parhús af þeirri gerð sem kynnt er telur nefndin að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu sem aðlagi skipulagsskilmála og lóðir að húsgerðum og miði að hærra nýtingarhlutfalli en fyrirliggjandi hugmyndir PCC Seaview Residences ehf geri ráð fyrir. Nefndin telur að slíka breytingu þurfi að afgreiða skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur áherslu á að þau hús sem byggð verði á svæðinu verði byggð úr góðum byggingarefnum til að tryggja útlitsgæði og lágmarka viðhald.
Fundi slitið - kl. 15:45.