Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Fundargerðir Eyþings 2016
Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 285. og 286. stjórnarfunda Eyþings
Fundargerðirnar eru lagðar fram
2.Aðalfundur Eyþings 2016
Málsnúmer 201610084Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Eyþings
Lagt fram til kynningar
3.Sandburður í ós við Lón í Kelduhverfi
Málsnúmer 201610085Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggjur erindi frá Soffíu Helgadóttur varðandi sandburð í ós við Lón í Kelduhverfi
Byggðarráð telur ófært að fyrirtæki í sveitarfélaginu beri eitt kostnað af því að verja mannvirki ríkisins svo sem brú og þjóðveg 85. Sveitarstjóra er falið að ræða við Vegagerð ríkisins um aðkomu Vegagerðarinnar að opnun óssins.
4.Ályktun Framfarafélags Öxarfjarðarhrepps um hverfisráð í Norðurþingi
Málsnúmer 201610086Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ályktun frá Framfarafélagi Öxarfjarðar þar sem félagið lýsir sig tilbúið að koma með tilnefningu í hverfisráð Norðurþings.
Framfarafélaginu er þakkað erindið. Byggðarráð mun kanna áhuga íbúa á þátttöku í hverfisráði með auglýsingu.
5.Beiðni um stuðning við málþing um fjölmiðlun í almannaþágu
Málsnúmer 201610069Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá ReykjavíkurAkademíunni ses þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna málþings um fjölmiðla á almannaþágu.
Byggðarráð hafnar erindinu
6.Umsókn um að verða tekinn á kjörskrá.
Málsnúmer 201610063Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samþykki þjóðskrár um að Hörður Harðarson vverði tekinn á kjörskrá.
Lagt fram til kynningar
7.Umsókn um að verða tekin á kjörskrá - Guðný Jóna Kristjánsdóttir Horst
Málsnúmer 201610078Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samþykki þjóðskrár um að Guðný Jóna Kristjánsdóttir Horst vverði tekin á kjörskrá.
Lagt fram til kynningar
8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna endurnýjunnar á rekstrarleyfi að Gistiheimilinu Sigtúni
Málsnúmer 201610081Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna endurnýjunnar á rekstrarleyfi til handa Erlu Rögnvaldsdóttur vegna Gistiheimilisins Sigtúns.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í Félagsheimilinu Hnitbjörg
Málsnúmer 201610082Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna endurnýjunnar á rekstrarleyfi til handa Gunnari Páli Baldurssyni vegna Félagsheimilisins Hnitbjargar.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
10.Sýslumaðurinn á Húsavík óskar eftir umsögn un endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Hótel Húsavíkurhöfða
Málsnúmer 201610083Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna endurnýjunnar á rekstrarleyfi til handa Örlygi Hnefli Örlygssyni vegna Hótel Húsavíkurhöfða.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
11.Þeistareykjalína 1: Kæra Landverndar á framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 201605136Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri og formaður byggðarráðs fóru yfir stöðu mála
12.Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201605113Vakta málsnúmer
Fjármálastjóri fór yfir óskir nefnda vegna breytinga á ramma. Fjármálastjóra, sveitarstjóra og formanni byggðarráðs er falið að stilla upp áætluninni fyrir fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 19:30.