Þeistareykjalína 1: Stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
Málsnúmer 201605136
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 178. fundur - 02.06.2016
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kynnt er kæra frá Landvernd, dags 26. maí 2016, þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings um að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. fyrir framkvæmdinni Þeistareykjalína 1. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
Sveitarstjóra er falið að ganga frá máli í samráði við Garðar Garðarsson lögmann sveitarfélagsins.
Byggðarráð Norðurþings - 192. fundur - 13.10.2016
Sveitarstjóri og formaður byggðarráðs fóru yfir stöðu mála