Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

178. fundur 02. júní 2016 kl. 18:00 - 19:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Staða og framtíð slökkviliðs Norðurþings

Málsnúmer 201603110Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu brunavarna í verksmiðju PCC á Bakka.

2.Flutningskerfi raforku á norðausturhorninu

Málsnúmer 201606010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Atvinnurþróunarfélagi Þingeyinga þar sem vakin er athygli á að Landsnet sé að kynna matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar 2016-2025. Sveitarstjórnir eru hvattar til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum, meðal annars um hvar flutningskerfi raforku á norðausturhorninu er skilgreint.
Byggðarráð lýsir áhyggjum af ófullnægjandi flutningsgetu og afhendingaröryggi flutningskerfis raforku á norðausturhorninu. Mikilvægt að kerfisáætlun 2016-2025 innifeli úrbætur á flutningskerfinu um allt norðausturhornið, allt til Vopnafjarðar.

3.Ársreikningur og ársskýrsla Náttúrustofu Norðausturlands vegna 2015

Málsnúmer 201605119Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársskýrsla og ársreikningur Náttúrustofu Norðausturlands.
Fundargerðin er lögð fram

4.Fundargerðir Eyþings 2016

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 280. fundar stjórnar Eyþings.
Fundargerðin er lögð fram

5.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 785. mál, frumvarp til laga um timbur og timburvöru

Málsnúmer 201605146Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um timbur og timburvöru, 785. mál
Lagt fram til kynningar

6.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi vegna Olíuverslunar Íslands Húsavík

Málsnúmer 201606004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna nýs rekstrarleyfi til handa Sigríði Hrefnu Hrafnkelsdóttur vegna Olíuverslunar Íslands á Húsavík.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

7.Félagsfundur SFV föstudaginn 3. júní

Málsnúmer 201606007Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi félagsfund SFV sem haldinn er 3. júní nk.
Lagt fram til kynningar

8.Þeistareykjalína 1: Stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.

Málsnúmer 201605136Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem kynnt er kæra frá Landvernd, dags 26. maí 2016, þar sem kærð er ákvörðun sveitarstjórnar Norðurþings um að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi til Landsnets hf. fyrir framkvæmdinni Þeistareykjalína 1. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða.
Sveitarstjóra er falið að ganga frá máli í samráði við Garðar Garðarsson lögmann sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 19:50.