Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Staða og framtíð slökkviliðs Norðurþings
Málsnúmer 201603110Vakta málsnúmer
Unnið hefur verið að framtíðarskipulagi slökkviliðs Norðurþings um skeið. Viðræður við samstarfsaðila um eflingu liðsins á næstu árum eru í farvegi. Slökkviliðsstjóri fer yfir stöðu mála á fundinum.
Grímur Kárason, slökkvistjóri Norðurþings, mætti á fundinn og ræddi framtíð slökkviliðsins.
2.Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.
Málsnúmer 201611015Vakta málsnúmer
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett á vefinn til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald á vef ráðuneytisins.
Lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga munu senda umsögn um drögin. Frestur er veittur til þess að senda umsagnir er 15. nóvember nk.
Ætli sveitarfélag ekki að senda sérstaka umsögn en sér tilefni til þess að koma að athugasemdum er hægt að senda þær á sambandið þar sem tekið verður tillit til þeirra við ritun umsagnar sambandsins.
Lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga munu senda umsögn um drögin. Frestur er veittur til þess að senda umsagnir er 15. nóvember nk.
Ætli sveitarfélag ekki að senda sérstaka umsögn en sér tilefni til þess að koma að athugasemdum er hægt að senda þær á sambandið þar sem tekið verður tillit til þeirra við ritun umsagnar sambandsins.
Drögin eru lögð fram
3.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017
Málsnúmer 201611018Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur úthlutun byggðakvóta til Norðurþings. Skipting á byggðarlög sveitarfélagsins er þannig að Kópasker er með 15 þorskígildistonn og Raufarhöfn með 134 þorskígildistonn.
Bréfið er lagt fram
4.Styrkur til Nemendafélags FSH
Málsnúmer 201611039Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Nemendafélagi FSH þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið styðji nemendafélagið fjárhagslega
Byggðarráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 150.000,- á árinu 2017
5.Varðar keðjuábyrgð verktaka
Málsnúmer 201611040Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur áskorun frá Framsýn stéttarfélagi Þingeyinga um að verksamnngar sem sveitarfélagið geri kveði á um keðjuábyrgð verktaka. Keðjuábyrgðin gerir það að verkum að verkkaupi og aðalverktaki beri ábyrð á því að tryggja kjarasamningsbundin kjör og önnur lögbundin réttindi.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna tillögu til sveitarstjórnar um keðjuábyrgð verktaka.
6.Tilboð í hlutabréf Norðurþings í Skúlagarði fasteignafélag ehf.
Málsnúmer 201611052Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur tilboð í öll hlutabréf Norðurþings í Skúlagarði fasteignafélag ehf.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboðinu og óska eftir að stjórnarfomaður Skúlagarðs fasteignafélags ehf. mæti á fund byggðarráð til að ræða tækifæri félagsins.
7.Staða Framhaldsskólans á Húsavík
Málsnúmer 201610219Vakta málsnúmer
Eins og kynnt var á síðasta fundi byggðarráðs er fjárhagsstaða skólans grafalvarleg. Fyrirhugaður er fundur skólastjórnenda og starfsmanna mennta- og menningarmálaráðuneytis um stöðu mála föstudaginn 11.11. Ekki eru til fjármunir til að reka grunnþjónustu skólans fram til áramóta, þ.m.t. að greiða útlagðan kostnað við fundi sem þennan.
Í ljósi grafalvarlegrar rekstrarstöðu Framhaldsskólans mun Norðurþing þegar í stað óska eftir fundi með Mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem rætt verður um framtíð skólans.
8.Varðar fjarskiptamál í Þingeyjarsýslum og starfsemi Magnavíkur ehf
Málsnúmer 201611069Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur afrit af pósti frá Fjarskiptasjóði til Pósts- og fjarskiptastofnunar þar sem óskað er eftir að Póst- og fjarskiptastofnun taki saman og geri eins fljótt og auðið er grein fyrir því hvar þjónustu gæti fallið niður á þjónustusvæði Magnavíkur ehf., hætti félagið starfsemi, næst og næst ekki annað sítengt netsamband, nú þegar eða fyrirsjáanlega á næstunni, hvort heldur er þráðbundið eða þráðlaust. Forsvarsmenn Þingeyjarsveitar, Norðurþings, Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar geta og þurfa í þessu sambandi að upplýsa stofnunina um þá staði sem nýlega hafa fengið eða munu fá ljósleiðaratengingu á næstunni.
Lagt fram til upplýsingar
9.Gatnagerðargjöld að Lyngholti 3
Málsnúmer 201611070Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá lóðarhafa að Lyngholti 3 um afslátt af gatnagerðargjöldum til samræmis við verðandi lóðareigendur að Lyngholti 26 til 32 og Lyngholti 42 til 48.
Byggðarráð vísar erindinu til framkvæmdanefndar og leggur til að það verði samþykkt
10.Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201605113Vakta málsnúmer
Fjármálastjóri fór yfir drög að fjárfestingaáætlun og gjaldskrár. Engar breytingar ákveðnar.
Fundi slitið.