Fara í efni

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings

40. fundur 09. júlí 2014 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Anna Ragnarsdóttir formaður
  • Aðalbjörn Jóhannsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
Fundargerð ritaði: Dögg Káradóttir Félagsmálafulltrúi
Dagskrá

1.Staða fjárhagsáætlunar félagsþjónustunnar 1. júní 2014, kynning

Málsnúmer 201407019Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri upplýsti nýja nefnd um stöðu fjárhagsáætlunar hjá Félagsþjónustu Norðurþings.

2.Heimsending matar til íbúa sveitarfélagsins sem búa utan Húsavíkur

Málsnúmer 201407020Vakta málsnúmer

Félagsþjónustunni barst fyrirspurn um hvort einstaklingur sem býr dreifbýli þ.e. utan Húsavíkur eigi þess kost að fá sendan heim mat í hádeginu. Nefndin er sammála því að allir íbúar sveitarfélagsins eigi að eiga þess kost að fá sendan heim mat í hádeginu óháð búsetu. Þrátt fyrir aukin kostnað telur nefndin að það sé hagkvæmari og ódýrari kostur og stuðli að því að eldra fólk geti búið sem lengst heima frekar en að fara í dýrari úrræði. Nefndin felur félagsmálastjóra að senda erindið til bæjarráðs.

3.Jafnréttisstefna Norðurþings, jafnréttisfulltrúi, kynning

Málsnúmer 201407022Vakta málsnúmer

Jafnréttisstefna Norðurþings lögð fram til kynningar. Í stefnunni er kveðið á um að hún skuli endurskoðuð í upphafi hvers kjörtímabils. Einnig er kveðið á um að tilnefna eigi sérstakan jafnréttisfulltrúa fyrir sveitarfélagið og að starfshlutfall hans sé 10% að lágmarki.

4.Setrið, ráðning forstöðumanns

Málsnúmer 201407021Vakta málsnúmer

Setrið er geðræktarmiðstöð sem rekinn er af Norðurþingi með styrk frá Rauðakrossinum. Setrið er ekki lögbundið verkefni sveitarfélagsins og því hefur niðurskurður síðustu ára bitnað harðar á því en annarri starfssemi félagsþjónustunnar sem öll er lögbundin. Í Setrinu vinnur einn ófaglærður starfsmaður í 50 % starfi.
Rauðikrossinn hefur styrkt starfssemi Setursins með einnar milljón krónu framlagi árlega. Þau tilmæli fylgja með framlagi fyrir árið 2014 að styrkunum verði varið til faglegra verkefna.
Nefndin er sammála mikilvægi þess að fagmenntaður forstöðumaður verði ráðinn í Setrið og leggur jafnframt áherslu á að sett verði fram skýr markmið um tilgang starfsseminnar.
Nefndin felur félagsmálastjóra að senda erindið til bæjarráð.

Fundi slitið - kl. 17:00.