Heimsending matar til íbúa sveitarfélagsins sem búa utan Húsavíkur
Málsnúmer 201407020
Vakta málsnúmerFélags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 40. fundur - 09.07.2014
Félagsþjónustunni barst fyrirspurn um hvort einstaklingur sem býr dreifbýli þ.e. utan Húsavíkur eigi þess kost að fá sendan heim mat í hádeginu. Nefndin er sammála því að allir íbúar sveitarfélagsins eigi að eiga þess kost að fá sendan heim mat í hádeginu óháð búsetu. Þrátt fyrir aukin kostnað telur nefndin að það sé hagkvæmari og ódýrari kostur og stuðli að því að eldra fólk geti búið sem lengst heima frekar en að fara í dýrari úrræði. Nefndin felur félagsmálastjóra að senda erindið til bæjarráðs.
Bæjarráð Norðurþings - 110. fundur - 17.07.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 40. fundi félags- og barnaverndarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Félagsþjónustunni barst fyrirspurn um hvort einstaklingur sem býr dreifbýli þ.e. utan Húsavíkur eigi þess kost að fá sendan heim mat í hádeginu. Nefndin er sammála því að allir íbúar sveitarfélagsins eigi að eiga þess kost að fá sendan heim mat í hádeginu óháð búsetu. Þrátt fyrir aukin kostnað telur nefndin að það sé hagkvæmari og ódýrari kostur og stuðli að því að eldra fólk geti búið sem lengst heima frekar en að fara í dýrari úrræði. Nefndin felur félagsmálastjóra að senda erindið til bæjarráðs." Bæjarráð hafnar beiðninni en vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.