Fara í efni

Félagsmálanefnd

15. fundur 18. september 2017 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
Starfsmenn
  • Róbert Ragnarsson félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson starfandi félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer

Fara yfir rammana og lista upp hvort og þá hvaða breytingatillögur nefndin hefur fyrir árið 2018, og rammaáætlun 2019-2021
Forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs ræddar.

2.Samningur um búsetu og þjónustu í málefnum fatlaðra og aldraðra: sniðmát

Málsnúmer 201709010Vakta málsnúmer

RR kynnir hugmynd að nýjum búsetusamningum fyrir fólk með fötlun
Róbert kynnti drög að búsetusamningum við fólk með fötlun, í samræmi við ákvæði reglugerðar um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.

3.Endurskoðun leiguverðs félagslegra íbúða Norðurþings

Málsnúmer 201708065Vakta málsnúmer

Tillaga framkvæmdanefndar lögð fram til umræðu.
Félagsmálanefnd leggur áherslu á að leigjendum í félagslega leigukerfinu verði kynntar breytingarnar, og hvaða möguleika þeir hafa til sérstaks húsnæðisstuðnings.

Fundi slitið - kl. 16:00.