Fara í efni

Félagsmálanefnd

7. fundur 13. október 2016 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Dögg Káradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Félagsþjónusta - fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201610045Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er fjárhagsáætlun Félagsþjónustu Norðurþings fyrir árið 2017. Fjárhagsrammi félagsmálanefndar fyrir árið 2017 er: 180.000.000.
Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar við gerð fjárhagsramma óskar félagsmálanefnd eftir að heildarfjárhagsrammi sviðsins verði aukinn um 9 milljónir.

2.Brothættar byggðir: Öxarfjörður í sókn

Málsnúmer 201610047Vakta málsnúmer

Silja Jóhannesdóttir verkefnastjóri verkefnisins Öxarfjörður í sókn kom og kynnti verkefnið fyrir nefndinni.
Nefndin þakkar Silju fyrir greinargóða kynningu á verkefninu Öxarfjörðu í sókn.

Fundi slitið - kl. 17:00.