Félagsmálanefnd
Dagskrá
1.Jafnréttis-og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018
Málsnúmer 201607309Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi nefndarinnar var farið yfir hvern lið í jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018. Ákveðið var að kalla eftir upplýsingum um stöðu verkefna frá ábyrgðaraðilum sem skilgreindir eru inni í áætluninni.
Nefndin hefur fengið upplýsingar frá tómstunda-og æskulýðsfulltrúa, hafnanefnd og skrifstofustjóra. Sveitarstjóri og skrifstofustjóri komu inn á fund og gerðu grein fyrir þeim spurningum sem nefndin sendi til þeirra eftir seinasta fund. Á næsta fundi félagsmálanefndar munu þau leggja fram drög að áætlun varðandi greiningu á launum og starfskjörum ásamt greiningu á endurmenntun/símenntun og starfsþjálfun starfsmanna Norðurþings.
2.Erindisbréf félagsmálanefndar 2016
Málsnúmer 201603036Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri kynnir breytingar á erindisbréfi nefndarinnar.
Gerðar voru leiðréttingar á erindisbréfi nefndarinnar hvað varðar heiti nefnda og nýrra laga sem tóku gildi um sl. áramót. Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.
3.Samningur um félags- og tómstundastarf milli Norðurþings og Félags eldri borgara á Húsavík 2017
Málsnúmer 201703013Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri kynnir drög að þjónustusamningi milli Norðurþings og Félags eldri borgara á Húsavík.
Nefndin fjallar um samningsdrögin, felur félagsmálastjóra að útfæra samninginn nánar og funda í kjölfarið með stjórn Félags eldri borgara á Húsavík.
Fundi slitið - kl. 15:30.