Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Leiksýning fyrir leikskóla - ,,Það og Hvað"
Málsnúmer 201901001Vakta málsnúmer
Júlíana Kristín Jónsdóttir og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir hafa áhuga á að sýna örleikritið ,,Það og Hvað" í leikskólum Norðurþings.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og samþykkir að bjóða upp á sýninguna "Það og Hvað" í leikskólum sveitarfélagsins.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna að málinu.
Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna að málinu.
2.Afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings 2018
Málsnúmer 201901036Vakta málsnúmer
Til umfjöllunar er afreks- og viðurkenningarsjóður Norðurþings vegna ársins 2018.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti reglur Afreks- og viðurkenningarsjóðs.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn fyrir árið 2018.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn fyrir árið 2018.
3.Leikskólar - Gjaldskrá 2019
Málsnúmer 201810038Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá leikskóla vegna niðurfellingar vistunargjalda þegar starfsmannafundir eru haldnir á opnunartíma.
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar niðurfellingu á gjaldskrá leikskóla - Grænuvalla vegna starfsmannafunda sem haldnir eru á opnunartíma.
Fjölskylduráð samþykkir að halda gjaldskrá óbreyttri enda telur ráðið starfsmannafundi vera mikilvægan hluta af því faglega starfi sem unnið er innan leikskólans.
Fjölskylduráð samþykkir að halda gjaldskrá óbreyttri enda telur ráðið starfsmannafundi vera mikilvægan hluta af því faglega starfi sem unnið er innan leikskólans.
4.Samstarfsyfirlýsing Stofnunar Rannsóknarsetra Háskóla Íslands og Norðurþings
Málsnúmer 201507062Vakta málsnúmer
Samstarfsyfirlýsing Stofnunar Rannsóknasetra Háskóla Íslands og Norðurþings lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5.Endurnýjun á samningi Norðurþings og Þekkingarnets Þingeyinga
Málsnúmer 201708031Vakta málsnúmer
Samningur Norðurþings og Þekkingarnets Þingeyinga lagður fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
6.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019
Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer
Á 19. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Ráðið vísar kaupum á hjartastuðtæki fyrir grunnskólann til fjölskylduráðs.
Ráðið vísar kaupum á hjartastuðtæki fyrir grunnskólann til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð synjar erindinu en vísar til yfirstandandi vinnu við skipulagningu viðbragðsteyma í Norðurþingi á vegum Slökkviliðs Norðurþings.
7.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019
Málsnúmer 201709131Vakta málsnúmer
Á 19. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Ráðið telur ástand núverandi húsnæðis að Ásgötu 1 (Breiðablik) óviðunandi og hvetur félag eldri borgara á Raufarhöfn til að taka upp samtal við fjölskylduráð Norðurþings um hentugt húsnæði fyrir félagsstarf sitt.
Ráðið telur ástand núverandi húsnæðis að Ásgötu 1 (Breiðablik) óviðunandi og hvetur félag eldri borgara á Raufarhöfn til að taka upp samtal við fjölskylduráð Norðurþings um hentugt húsnæði fyrir félagsstarf sitt.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við félag eldri borgara á Raufarhöfn um framtíðarhúsnæði félagsins.
Fundi slitið.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 3 - 5.