Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Þátttaka foreldra í skólaakstri
Málsnúmer 201908044Vakta málsnúmer
Fyrir ráðið liggja samningsdrög um þátttöku foreldra í skólaakstri á leiðinni Gilhagi - Öxarfjarðarskóli.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að ganga frá samningum varðandi þátttöku foreldra í skólaakstri á leiðinni Gilhagi - Öxarfjörðarskóli og leggja fyrir ráðið.
2.Skandinavísk bjórhátíð á Húsavík
Málsnúmer 201906002Vakta málsnúmer
Um er að ræða mál Þóris sem var tekið fyrir á fundi fjölskylduráðs þann 24. júní síðastliðinn um að halda Skandinavíska bjórhátíð á Húsavík. Meðfylgjandi eru hugmyndir og útlistanir hans á aðkomu sveitarfélagsins að hátíðinni.
Fjölskylduráð þakkar fyrir upplýsingarnar frá Þóri Má og tekur jákvætt í erindið og felur fjölmenningarfulltrúa að vera í áframhaldandi samtali við hann.
3.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2019 - Tónleikasýning Tónasmiðjunnar
Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer
Tónasmiðjan sækir um 75.000 kr. styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings til að halda tónleikana ,,Aðeins eitt líf - ROKKUM gegn sjálfsvígum" í Húsavíkurkirkju þann 10. september, 2019.
Fjölskylduráð þakkar fyrir umsóknina en synjar umsókninni á þeim forsendum að Tónasmiðjan hlaut styrk úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings upp á 60.000 á 31. fundi ráðsins í maí sl.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
4.Völsungur - Ársreikningur og skýrsla 2018
Málsnúmer 201908053Vakta málsnúmer
Til kynningar er ársreikningur og ársskýrsla Völsungs fyrir starfsárið 2018.
Lagt fram til kynningar
5.Göngum í skólann 2019
Málsnúmer 201908052Vakta málsnúmer
Verkefni ÍSÍ ,,Göngum í skólann" hefst miðvikudaginn 4. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferð.
Óskað er eftir liðsinni Norðurþings til að hvetja alla skóla svæðinu til þátttöku og auðvelda foreldrum og börnum að velja virkan ferðamáta.
Einnig hvetur ÍSÍ til að tryggja að göngu- og hjólreiðastígar séu öruggir og greiðir með því að huga að hreinsun, viðhaldi og lýsingu.
Óskað er eftir liðsinni Norðurþings til að hvetja alla skóla svæðinu til þátttöku og auðvelda foreldrum og börnum að velja virkan ferðamáta.
Einnig hvetur ÍSÍ til að tryggja að göngu- og hjólreiðastígar séu öruggir og greiðir með því að huga að hreinsun, viðhaldi og lýsingu.
Fjölskylduráð hvetur skólastjórnendur skóla Norðurþings til að taka þátt í verkefninu með formlegum hætti og virkja nemendur, foreldra og starfsfólk til þátttöku í þessu frábæra verkefni. Ráðið bendir á vefsíðuna www.gongumiskolann.is þar sem m.a. má finna hugmyndabanka varðandi verkefnið.
Fjölskylduráð hvetur framkvæmdasvið Norðurþings til að tryggja að göngu- og hjólreiðastígar séu öruggir og greiðfærir.
Fjölskylduráð hvetur framkvæmdasvið Norðurþings til að tryggja að göngu- og hjólreiðastígar séu öruggir og greiðfærir.
6.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - rekstur
Málsnúmer 201908055Vakta málsnúmer
AG Briem sem hefur séð um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn hyggst ekki halda áfram starfseminni eftir að núverandi samningi á Norðurþings og AG Briem líkur þann 31.12.2019. AG Breim hefur rekið líkamsrækt séð um reksturinn síðan febrúar 2018.
Fyrir fjölskylduráði liggur að taka umræðu um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar.
Fyrir fjölskylduráði liggur að taka umræðu um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar.
Fjölskylduráð fjallaði um framtíðarfyrirkomulag á rekstri íþróttamiðstöðvarinnar á Raufarhöfn og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla frekari upplýsinga um málið við núverandi rekstraraðila.
7.Afnot af skólalóð Borgarhólsskóla fyir ökuleikni 11.09.2019
Málsnúmer 201908058Vakta málsnúmer
Fyrir hönd keppnisstjórnar HERO - Icelandic Saga 2019 sækir Tryggvi M. Þórðarson um afnot af bílastæði við Borgarhólsskóla á Húsavík undir ökuleikni þann 11.september 2019.
Um er að ræða hringferð Historic Endurance Rally Organisation (HERO) þar sem að fornbílar taka þátt í ýmsum þrautum víðsvegar um heiminn.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni heroevents.eu
Um er að ræða hringferð Historic Endurance Rally Organisation (HERO) þar sem að fornbílar taka þátt í ýmsum þrautum víðsvegar um heiminn.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni heroevents.eu
Fjölskylduráð fagnar því að Húsavík sé áfangastaður í viðburðinum. Ráðið samþykkir afnot á bílastæðinu við Borgarhólsskóla í samráði við skólastjórnendur skólans.
Fundi slitið - kl. 14:35.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2-7.