Fara í efni

Fjölskylduráð

94. fundur 21. júní 2021 kl. 13:00 - 14:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Gunnar Illugi Sigurðsson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-3.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir lið 5-6.
Fanney Hreinsdóttir, f.h. félagsmálastjóra, sat fundinn undir lið 4.

1.Samþætting skóla og tómstundastarfs

Málsnúmer 202104024Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um samþættingu skóla og frístundastarfs í sveitarfélaginu.
Málið var áður á dagskrá á 88. og 91.fundi ráðsins.
Fjölskylduráð felur sviðsstjórum að vinna að viðauka að upphæð þrjár m.kr. og vísa til byggðarráðs.

2.Úttek á gervigrasi á Húsavík vor 2021

Málsnúmer 202104133Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar skoðunarskýrslu frá Sportslab varðandi gervigrasvöllinn á Húsavík.
Völlurinn stendur undir þeim kröfum sem gerðar eru til vallarins og fær FIFA Quality vottun.
Í úttekt er þó tekið fram að grasþráður vallarins sé farin að slitna og rétt sé að fara huga að endurnýjun vallarins á næstu árum.
Lagt fram til kynningar.

3.Atvinnuátak 16-17 ára ungmenna sumar 2021

Málsnúmer 202106078Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur viðauki vegna atvinnuátaks 16-17 ára ungmenna í Norðurþingi sumarið 2021.
Fjölskylduráð vísar viðaukanum til afgreiðslu í byggðarráði.

4.Lýðheilsuverkefni eldriborgara

Málsnúmer 202104146Vakta málsnúmer

Félag eldri borgara kynnti sértækt lýðheilsuverkefni í apríl fyrir fjölskylduráði. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til verkefnisins.
Fjölskylduráð sér ekki fært að fara í verkefnið að svo stöddu þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2021.
Ýmislegt er í boði sem eflir lýðheilsu eldri borgara á Húsavík. Í Hlyn hefur félögum eldri borgara staðið til boða Yoga tímar einu sinni í viku og göngutúrar eru hluti af dagskrá Félags eldri borgara á Húsavík. Sund Zumba námskeið hefur einnig staðið til boða. Sjúkraþjálfun Húsavíkur hefur staðið fyrir leikfimi fyrir eldri borgara. Þeim sem njóta félagslegrar heimaþjónustu stendur til boða hreyfitími einu sinni í viku á Hvammi undir leiðsögn sjúrkraþjálfara. Boccia er einnig í boði fyrir eldri borgara.
Ráðið hvetur Félag eldri borgara til að nýta styrkinn sem þeim var úthlutað vegna Covid-19 til að efla starfið enn frekar.


Hrund leggur fram eftirfarandi bókun:
Samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr 125/1999 eru meginmarkmiðin þau að aldraðir geti búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf en jafnframt sé tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar þess gerist þörf. Það er því bæði samfélagslega og þjóðhagslega hagkvæmt að heilsa eldri borgara sé þannig að þeir geti verið sem lengst sjálfstæðir í sinni búsetu. Til þess að svo megi verða er grundvallaratriði að forvarnir séu efldar þannig að aldraðir geti með markvissum hætti tekið þátt í lýðheilsuverkefnum sem eflir líkamlega færni þeirra. Undirrituð tekur undir óskir Félags eldri borgara um aðkomu sveitarfélagsins að lýðheilsuverkefni því sem um ræðir sem myndi þá ná til eldri borgara í sveitarfélaginu öllu.
Hrund Ásgeirsdóttir B lista.

5.Tónlist og matur á Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 202106054Vakta málsnúmer

Tónlistarmennirnir Jónas Þór og Arnþór halda bryggjupartý á Húsavíkurhöfn þann 26. júní. Þeir sækja um styrk í lista- og menningarsjóð að upphæð 100.000 kr. vegna tilfallandi kostnaðar.
Aldey vék af fundi undir þessum lið.

Fjölskylduráð samþykkir að veita verkefninu kr. 50.000.

6.Þjóðleikhúsið á leikferð um landið - sýning fyrir ungt fólk

Málsnúmer 202106083Vakta málsnúmer

Þjóðleikhúsið leggur af stað í leikferð um landið með sýninguna Vloggið. Leikhúsið býður ungu fólki á landsbyggðinni í leikhús þeim að kostnaðarlausu en óska eftir samstarfi um gistingu og rými til að leika í.
Fjölskylduráð samþykkir að útvega aðstöðu til leiksýningar og gistingu.

Fundi slitið - kl. 14:20.