Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Staða Covid í Norðurþingi
Málsnúmer 202110007Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri kom á fundinn og sagði frá stöðunni í sveitarfélaginu varðandi Covid.
Lagt fram til kynningar.
2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022
Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer
Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlunargerð Norðurþings 2022.
Staða fjárhagsáætlunnar kynnt.
3.Gjaldskrá leikskóla 2022
Málsnúmer 202109109Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar um gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2022.
Fjölskylduráð ræddi um gjaldskrá leikskóla.
4.Gjaldskrá skólamötuneyta 2022
Málsnúmer 202109111Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá skólamötuneyta fyrir nemendur grunnskóla 2022.
Fjölskylduráð ræddi gjaldskrá skólamötuneyta.
5.Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2022
Málsnúmer 202109110Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar gjaldskrá Tónlistarskóla Húsvíkur 2022.
Fjölskylduráð ræddi gjaldskrá Tónlistarskóla.
6.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings
Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið.
Fjölskylduráð þakkar starfshópnum fyrir góða samantekt. Ráðið er sammála um að fara í framkvæmd á aðstöðu fyrir þessa starfsemi og horft verði til þeirra þarfa sem starfshópurinn hefur tekið saman. Mikilvægt er að framkvæmd hefjist eins fljótt og hægt er. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og til byggðarráðs.
7.Þorrablót Kvenfélags Húsavíkur 2022
Málsnúmer 202109231Vakta málsnúmer
Kvenfélag Húsavíkur óskar eftir afnotum af Íþróttahöllinni á Húsavík, vegna þorrablóts.
Fjölskylduráð samþykkir erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hafa samráð við hlutaðeigandi.
8.Árlegur fundur um jafnréttismál sveitarfélaga - rafrænn fundur
Málsnúmer 202109096Vakta málsnúmer
Boðað er til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 14. október nk. í fjarfundi. Á 373. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:45.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-6.
Ásta Hermannsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1-2 og 6.
Hróðný Lund sat fundinn undir liðum 1-2 og 6-7.