Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Frístundastyrkur og -reglur 2022
Málsnúmer 202110132Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð fjallar um reglur vegna frístundastyrks fyrir árið 2022.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og hækkun á frístundastyrk úr 15.000 í 17.500 krónur fyrir árið 2022. Ráðið vísar uppfærðum reglum til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
2.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2022
Málsnúmer 202110046Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir ósk um hækkun á ramma vegna íþrótta- og tómstundasviðs um 5 milljónir.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til seinni umræðu í sveitarstjórn.
3.Leikvellir í Norðurþingi
Málsnúmer 202109145Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggur vinnuskjal vegna niðurrifs leiktækja á leikvöllum á Húsavík
Lagt fram til kynningar.
4.Barnaþing 18. - 19. nóvember 2021
Málsnúmer 202108031Vakta málsnúmer
Barnaþing í Hörpu í Reykjavík dagana 18.-19. nóvember 2021.
Í boði er ferðastyrkur fyrir þau börn sem koma lengst að en ljóst er að í einhverjum tilvikum verður ferðakostnaður hærri en upphæð ferðastyrksins. Því biðlum við til sveitarfélaga barnaþingmanna um að þau tryggi að börnin fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda til að sækja barnaþingið. Eitt barn í Norðurþingi er að fara á barnaþingið, einnig fer Steinunn Jónsdóttir, félagsráðgjafi á þingið.
Í boði er ferðastyrkur fyrir þau börn sem koma lengst að en ljóst er að í einhverjum tilvikum verður ferðakostnaður hærri en upphæð ferðastyrksins. Því biðlum við til sveitarfélaga barnaþingmanna um að þau tryggi að börnin fái þann stuðning sem þau þurfa á að halda til að sækja barnaþingið. Eitt barn í Norðurþingi er að fara á barnaþingið, einnig fer Steinunn Jónsdóttir, félagsráðgjafi á þingið.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja þátttakanda á barnaþing um ferðakostnað umfram ferðastyrkinn.
5.Ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna
Málsnúmer 202111070Vakta málsnúmer
Þann 1. janúar 2022 taka gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Félags- og barnamálaráðherra ber ábyrgð á því að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að undirbúa gildistöku laganna og styðja við innleiðingu þeirra en í því felst meðal annars að stýra aðgerðum við innleiðingu í samstarfi við ráðherra skv. 1. mgr. 3. gr. laganna og sveitarfélög.
Til að tryggja nauðsynlega aðkomu sveitarfélaga að innleiðingu laganna á öllum stigum óskar félags- og barnamálaráðherra hér með eftir því að hvert sveitarfélag tilnefni sérstakan fulltrúa innleiðingar. Viðkomandi aðili verður tengiliður sveitarfélagsins við ráðuneytið og alla þá aðila og hópa sem verkefninu tengjast.
Til að tryggja nauðsynlega aðkomu sveitarfélaga að innleiðingu laganna á öllum stigum óskar félags- og barnamálaráðherra hér með eftir því að hvert sveitarfélag tilnefni sérstakan fulltrúa innleiðingar. Viðkomandi aðili verður tengiliður sveitarfélagsins við ráðuneytið og alla þá aðila og hópa sem verkefninu tengjast.
Fjölskylduráð tilnefnir Hróðnýju Lund félagsmálastjóra til að vera fulltrúi sveitarfélagsins.
6.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022
Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer
Byggðarráð synjar ósk um hækkun á ramma og vísar áætluninni til fjölskylduráðs til frekari úrvinnslu.
Fjölskylduráð óskar eftir hækkun á ramma að upphæð 18.468.214 krónur. Ljóst er að skerðing á lögbundinni þjónustu við skjólstæðinga félagsþjónustunnar er óhjákvæmileg miðað við úthlutaðan fjárhagsramma, því er óskað eftir þessari hækkun. Þrátt fyrir þá hækkun mun koma til skerðingar á þjónustu. Ráðið vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar til umræðu í byggðarráði.
7.Gjaldskrá skólamötuneyta 2022
Málsnúmer 202109111Vakta málsnúmer
Fræðslufulltrúi leggur fram kostnaðargreiningu vegna tillögu um systkinaafslátt fyrir grunnskólanemendur í mötuneytum Norðurþings.
Aldey, Birna og Gunnar hafna tillögunni og óska bókað: Við sjáum okkur ekki fært að verða við þessari tillögu að sinni. Verð grunnskólabarns per máltíð er 499 kr. og hefur verið óbreytt frá árinu 2017. Máltíðin verður hækkuð í 510 kr. 2022. Frá árinu 2018 hafa hafragrautur og ávextir verið í boði án hækkunar á fæðisgjaldi. Hafragrautur og ávextir eru einnig í boði fyrir öll grunnskólabörn, hvort sem hádegismáltíð er keypt eða ekki.
Bylgja greiðir atkvæði með tillögunni.
Bylgja greiðir atkvæði með tillögunni.
8.Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2022
Málsnúmer 202109110Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar gjaldskránni aftur til umfjöllunar í fjölskylduráði og óskar eftir að afsláttarkjör verði tekin til endurskoðunar.
Fjölskylduráð tók afsláttarkjör til endurskoðunar. Ráðið vísar áður samþykktri gjaldskrá til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
9.Jóla- og páskaleyfi leikskólabarna - Niðurfelling á leikskólagjöldum
Málsnúmer 202111067Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar hvort sveitarfélagið skuli á hverju ári bjóða foreldrum/forráðamönnum afslátt af vistunar- og fæðisgjöldum í dymbilviku páska og daganna 23. og 27.-30. desember, beri þeir upp á virkan dag, velji þeir að nýta ekki leikskólavistun þá daga. Væri það liður í því að gefa barnafjölskyldum sem og starfsmönnum og fjölskyldum þeirra tækfæri til aukinnar samveru yfir hátíðirnar.
Sveitarfélagið hefur sl. tvö ár boðið slíkan afslátt en fjölskylduráð hefur tekið slíka ákvörðun í hvert skipti fyrir sig.
Sveitarfélagið hefur sl. tvö ár boðið slíkan afslátt en fjölskylduráð hefur tekið slíka ákvörðun í hvert skipti fyrir sig.
Fjölskylduráð samþykkir að veita foreldrum/forráðamönnum þeirra barna sem verða í fríi í dymbilviku og/eða í kringum jólin, afslátt á leikskólagjöldum sem því nemur. Ráðið felur fræðslufulltrúa að útfæra fyrirkomulag í samráði við leikskólastjórnendur og kynna fyrir foreldrum/forráðamönnum.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 4-6.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 7-8.
Arna Ýr Arnarsdóttir yfirgaf fundinn kl. 14.