Fara í efni

Fjölskylduráð

133. fundur 08. nóvember 2022 kl. 08:30 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi, sat fundinn undir liðum 1-2 og 10.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 3-7.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 9-10.


Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Skólamötuneyti Húsavíkur - Vatnstjón

Málsnúmer 202210114Vakta málsnúmer

Yfirmatráður og skólastjóri Borgarhólsskóla gera grein fyrir vatnstjóni sem varð í mötuneytinu 24. október.
Fjölskylduráð þakkar Fannari Emil yfirmatráði og Þórgunni skólastjóra Borgarhólsskóla fyrir komuna á fundinn.

Kynnt voru drög á viðbragðsáætlun vegna tjóna í skólamötuneyti.

Lagt fram til kynningar.

2.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík

Málsnúmer 202208065Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdráðs þann 1. nóvember kemur eftirfarandi fram í inngangi máls:
Til að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu húsnæðis fyrir frístund barna er mikilvægt að deiliskipuleggja skólasvæðið. Á þessu stigi er horft til þess að húsnæði frístundar verði byggt vestan í íþróttahöllina. Horft verði til þess að skipulagssvæði afmarkist af Ásgarðsvegi, Skólagarði, Stóragarði og Miðgarði í samræmi við afmörkun þjónustusvæðis Þ2 í gildandi aðalskipulagi.

Eftirfarandi var bókað:
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að setja vinnu við deiliskipulag skólasvæðis í ferli.

Fjölskylduráð fjallar um aðkomu sína að málinu.
Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.


Fjölskylduráð óskar eftir að eiga aðkomu að skipulaginu í kjölfar þess að skipulagslýsing verði lögð fram í skipulags- og framkvæmdaráði.

Í kjölfar þess að skipulagslýsing hafi verið lögð fram leggur fjölskylduráð til að haldinn verði sameiginlegur vinnufundur fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs vegna málsins. Horft verði til að fundurinn fari fram 29. nóvember nk.

3.Umsókn í lista- og menningarsjóð Norðurþings

Málsnúmer 202210116Vakta málsnúmer

Húsavíkurstofa og Húsavíkurkirkja sækja um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings að upphæð 40.000 kr. vegna tónlistarflutnings í Húsavíkurkirkju sem verður hluti af hátíðinni Jólabærinn minn
Fjölskylduráð samþykkir að veita Húsavíkurstofu og Húsavíkurkirkju styrk að upphæð 40.000 kr.

4.Umsókn í lista- og menningarsjóð Norðurþings

Málsnúmer 202210116Vakta málsnúmer

Húsavíkurstofa sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna uppbyggingar á tímabundnu skautasvelli á malabílastæði milli Garðarshólma og Víkurrafs.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Húsavíkurstofu styrk að upphæð 100.000 kr. vegna uppbyggingar á tímabundnu skautasvelli á malabílastæði milli Garðarshólma og Víkurrafs.

5.Umsókn í lista- og menningarsjóð Norðurþings

Málsnúmer 202210116Vakta málsnúmer

Húsavíkurstofa og Félag eldri borgara á Húsavík sækja um styrk í lista- og menningarsjóð Norðurþings að upphæð 100.000 kr. til að byggja samanbrjótanlega útibása fyrir bæjarhátíðir og markaði. Verkefnið er unnið í tengslum við markað á aðventuhátíðinni Jólabærinn minn, en básarnir verða gefnir Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir að veita Húsavíkurstofu og Félagi eldri borgara styrk að upphæð 100.000 kr. til að byggja samanbrjótanlega útibása fyrir bæjarhátíðir og markaði.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202210121Vakta málsnúmer

Klaudia Migdal sækir um styrk að upphæð 120.000 kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna vegna Fjölmenningar- og jógahelgi á Húsavík í desember. Þar ætlar hún að bjóða upp á jóga- og hugleiðslutíma fyrir konur af erlendum uppruna og krakkajóga og sögustund fyrir pólskumælandi börn.
Fjölskylduráð hafnar umsókninni á þeim forsendum að ráðið styrkti sambærilega viðburði frá sama umsækjanda fyrr á árinu.

Ráðið býður afnot af húsnæði bókasafnsins á Húsavík endurgjaldslaust vegna krakkajóga og sögustundar.

7.Tendrun jólatrésins á Húsavík

Málsnúmer 202211031Vakta málsnúmer

Upp hefur komið sú tillaga að tendra ljósin á jólatrénu á Húsavík föstudaginn 2. desember í stað laugardagsins 26. nóvember sem er fyrsta aðventuhelgin.

Jólabærinn minn, jólahátíð Húsavíkurstofu, fer fram í miðbæ Húsavíkur helgina 2. - 4. desember og yrði tendrun jólatrésins þá opnunarviðburður helgarinnar.
Lagt fram til kynningar.

8.Nýtt gólf og stúka í Íþróttahöll á Húsavík

Málsnúmer 202211026Vakta málsnúmer

Undirritaðar leggja til að við gerð þriggja ára áætlunar verði gert ráð fyrir fjármagni í endurnýjun á gólfi og stúku í Íþróttahöllinni á Húsavík.
Virðingsfyllst Ingibjörg Benediktsdóttir fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fyrir hönd M lista og Rebekka Ásgeirsdóttir fyrir hönd S lista.
Fjölskylduráð samþykkir tillöguna samhljóða og vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs.

9.Íbúðakjarni fyrir einstaklinga með sértækar stuðningsþarfir

Málsnúmer 202211025Vakta málsnúmer

Undirritaðar leggja til að við gerð þriggja ára áætlunar verði gert ráð fyrir fjármagni í byggingu nýs íbúðakjarna fyrir einstaklinga með sértækar stuðningsþarfir.
Virðingafyllst Ingibjörg Benediktsdóttir fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fyrir hönd M lista og Rebekka Ásgeirsdóttir fyrir hönd S lista.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu tillögunnar og felur félagsmálastjóra að taka saman upplýsingar um mögulega þörf á búsetuúrræðum á þjónustusvæðinu.

10.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á 411. fundi byggðarráðs 3.11.2022:
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma fræðslusviðs um kr. 49.438.864.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma íþrótta- og tómstundasviðs um kr. 29.500.000.
Byggðarráð hafnar hækkun á fjárhagsramma félagsþjónustusviðs um kr. 11.884.090 þar sem forsendur fyrir hækkuninni verða endurskoðaðar á miðju ári 2023.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma menningarsviðs um kr. 2.226.108.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllunum um fjárhagsáætlun á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 10:00.