Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla
Málsnúmer 202101045Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um hvernig til hafi tekist með aukið samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og sameiginlega skólastjórnun þeirra. Tveggja ára tímabundinni ráðningu skólastjóra lýkur 31. júlí.
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð mun halda áfram umfjöllun um málið á næsta fundi ráðsins.
2.Ytra mat á Öxarfjarðarskóla
Málsnúmer 201911096Vakta málsnúmer
Menntamálastofnun hefur móttekið umbótaáætlun og framkvæmdaáætlanir Öxarfjarðarskóla og Norðurþings þar sem óskað var eftir upplýsingum um framvindu umbóta. Samkvæmt þeim skýrslum er skólinn langt kominn með að innleiða umbæturnar. Í ljósi þess óskar Menntamálastofnun eftir lokaskýrslu þar sem fram komi mat á ávinningi aðgerða og hvort fyrirhuguð sé áframhaldandi vinna.
Menntamálastofnun óskar eftir upplýsingum um;
-
staðfestingu skólastjóra og sveitarfélags að komnar séu til framkvæmda þær umbætur sem lagðar voru til í skýrslu um ytra mat á skólanum
-
mati skóla og sveitarfélags á því hvernig til tókst að vinna að umbótum og með hvaða hætti fyrirhuguð er að halda áfram með innra mat og umbætur.
Skólastjóri Öxarfjarðarskóla leggur nú fram lokaskýrslu skólans og sveitarfélagsins til staðfestingar.
Menntamálastofnun óskar eftir upplýsingum um;
-
staðfestingu skólastjóra og sveitarfélags að komnar séu til framkvæmda þær umbætur sem lagðar voru til í skýrslu um ytra mat á skólanum
-
mati skóla og sveitarfélags á því hvernig til tókst að vinna að umbótum og með hvaða hætti fyrirhuguð er að halda áfram með innra mat og umbætur.
Skólastjóri Öxarfjarðarskóla leggur nú fram lokaskýrslu skólans og sveitarfélagsins til staðfestingar.
Fjölskylduráð staðfestir lokaskýrslu Öxarfjarðarskóla vegna ytra mats.
3.Reglur um greiðslur barnaverndar Þingeyinga
Málsnúmer 202301071Vakta málsnúmer
Fyrir fjölskylduráði liggja fyrir reglur um greiðslur barnaverndar Þingeyinga í barnaverndarmálum til samþykktar
Fjölskylduráð samþykkir Reglur um greiðslur Barnaverndar Þingeyinga.
4.Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþingi 2022-2026
Málsnúmer 202208006Vakta málsnúmer
2. fundargerð Notendaráðs fatlaðs fólks í Norðurþingi lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2023
Málsnúmer 202302044Vakta málsnúmer
Marsibil Sól sækir um styrk að upphæð 100.000 kr. í lista- og menningarsjóðs vegna verkefnisins Thari Project, en lokaafurð verkefnisins verður sýning í Bragganum á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 krónur.
6.Samningur vegna skoteldasýninga á Húsavík
Málsnúmer 202301058Vakta málsnúmer
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi óskar eftir því að Fjölskylduráð endurskoði ákvörðun sína um að samningur vegna skoteldasýninga verði gerður til eins árs. Þess í stað verði hann gerður til þriggja ára eins og upphaflega var lagt upp með.
Helena leggur til að gerður verður samningur til eins árs og að falli hann að umhverfisstefnu Norðurþings þegar hún verður samþykkt framlengist samningurinn sjálfkrafa um tvö ár og nái yfir árin 2023-2025.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Ingibjargar B., Rebekku og Helenu.
Bylgja og Hanna Jóna greiða atkvæði gegn tillögunni.
Bylgja, Hanna Jóna og Ingibjörg Hanna óska bókað að þær telji ástæðulaust að fara í breytingu á samningnum á meðan umhverfisstefna liggur ekki fyrir.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Ingibjargar B., Rebekku og Helenu.
Bylgja og Hanna Jóna greiða atkvæði gegn tillögunni.
Bylgja, Hanna Jóna og Ingibjörg Hanna óska bókað að þær telji ástæðulaust að fara í breytingu á samningnum á meðan umhverfisstefna liggur ekki fyrir.
7.Skjálfandi festival 2023
Málsnúmer 202302052Vakta málsnúmer
Aðstandendur listahátíðarinnar Skjálfandi festival óska eftir aukafjárveitingu að upphæð 450.000kr. vegna hátíðarinnar í ár.
Fjölskylduráð samþykkir aukafjárveitingu fyrir allt að 450.000 krónur.
8.Fyrirspurn Völsungs vegna viðbyggingar við íþróttahöll á Húsavík
Málsnúmer 202302011Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar drög að svari frá Íþrótta- og tómstundafulltrúa til Völsungs, vegna fyrirspurnar um fyrirhugaða viðbyggingu við íþróttahöllina á Húsavík.
Málið var áður til umfjöllunar á 142.fundi Fjölskylduráðs.
Málið var áður til umfjöllunar á 142.fundi Fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að svara erindi Völsungs.
Fundi slitið - kl. 10:40.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 3-4.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 5-7.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 5-8.
Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir liðum 1-2.
Birna Björnsdóttir fulltrúi foreldra Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 1.
Guðrún Jónsdóttir fulltrúi foreldra Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir liðum 1-2.
Christoph Wöll kennari sat fundinn undir liðum 1-2.