Fara í efni

Fjölskylduráð

204. fundur 03. desember 2024 kl. 08:00 - 12:45 í grunnskólanum á Raufarhöfn
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 4 og 5.
Tinna Ósk Óskarsdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 7 og 8.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn undir liðum 7 og 8.

1.Öxarfjarðarskóli - Heimsókn fjölskylduráðs Norðurþings

Málsnúmer 202411083Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir Öxarfjarðarskóla og kynnir sér starfsemi skólans.
Fjölskylduráð heimsótti Öxarfjarðarskóla og skoðaði síðustu framkvæmdir innan skólans. Ráðið þakkar fyrir góðar móttökur.

2.Öxarfjarðarskóli - Erindi vegna sundkennslu.

Málsnúmer 202409123Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar athugasemdir skólastjóra, yfirlýsingu starfsfólks og áskorun skólaráðs og stjórnar foreldrafélagsins um sundkennslu í Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð þakkar fyrir framangreind erindi. Ráðið vinnur að lausnum á sundkennslu nemenda í Öxarfjarðarskóla.

3.Grunnskóli Raufarhafnar - Heimsókn fjölskylduráðs Norðurþings

Málsnúmer 202411082Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir Grunnskóla Raufarhafnar og kynnir sér starfsemi skólans.
Fjölskylduráð heimsótti Grunnskóla Raufarhafnar og skoðaði síðustu framkvæmdir innan skólans. Ráðið þakkar fyrir góðar móttökur.

4.Samstarf vegna umsóknar styrks úr þróunarsjóði innflytjenda 2024 til rannsókna sem byggja á reynslu innflytjenda í Norðurþingi.

Málsnúmer 202411078Vakta málsnúmer

Þekkingarsetur Þingeyinga sækir um samstarf við Norðurþing vegna umsóknar um styrk úr Þróunarsjóði innflytjenda vegna rannsókna sem byggja á reynslu innflytjenda í Norðurþingi.
Fjölskylduráð samþykkir þátttöku í umsókninni.

5.Samstarfsbeiðni félagsins Móðurmál Norðurland og Norðurþings

Málsnúmer 202411077Vakta málsnúmer

Hópurinn Móðurmál á Norðurlandi vill halda fund ásamt Norðurþingi og sérstaklega með fjölmenningarfulltrúa, fyrir tvítyngt fólk þann 14. desember 2024 á Stéttinni á Húsavík.
Með þessu samstarfi er vonast til að ná til sem flestra. Sveitarfélagið Norðurþing ber engan aukakostnað, nema vegna vinnutíma fjölmenningarfulltrúa.
Fjölskylduráð samþykkir þátttöku í viðburðinum.

6.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun 2025

Málsnúmer 202411065Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar myndun stýrihóps og drög að erindisbréfi hans um endurskoðun skólastefnu Norðurþings og gerð læsisstefnu Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi vinnulag og drög að erindisbréfi og tilnefnir í hópinn á næsta fundi sínum.

7.Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu

Málsnúmer 202309125Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar breyting á farsældarþjónustu Norðurþings við Þingeyjarsveit.
Fjölskylduráð vísar samkomulagi varðandi viðauka um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu í Þingeyjarsveit til afgreiðslu í sveitarstjórn.

8.Samningur um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202410105Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um samning um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra. Eins liggur fyrir samþykkt um fullnaðaragreiðslu mála er varðar sama efni.
Fjölskylduráð vísar samningi og samþykktum um barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 12:45.