Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2025-2026
Málsnúmer 202503040Vakta málsnúmer
Skóladagatal Borgarhólsskóla 2025-2026 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal. Skóladagatal verður birt á vefsíðu skólans.
2.Frístund - Starfsdagatal 2025-2026.
Málsnúmer 202503046Vakta málsnúmer
Starfsdagatal frístundar 2025-2026 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi starfsdagatal. Skóladagatal verður birt á vefsíðu skólans.
3.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2025-2026.
Málsnúmer 202503041Vakta málsnúmer
Skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar 2025-2026 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal. Skóladagatal verður birt á vefsíðu skólans.
4.Tónlistarskóli Húsavíkur - Skóladagatal 2025-2026.
Málsnúmer 202503043Vakta málsnúmer
Skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur 2025-2026 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal. Skóladagatal verður birt á vefsíðu skólans.
5.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2025-2026.
Málsnúmer 202503042Vakta málsnúmer
Skóladagatöl leik- og grunnskóladeilda Öxarfjarðarskóla 2025-2026 eru lögð fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal. Skóladagatal verður birt á vefsíðu skólans.
6.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2025
Málsnúmer 202501095Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar starfsreglur leikskóla.
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur um leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
7.Gjaldskrár Norðurþings 2025
Málsnúmer 202410079Vakta málsnúmer
Endurskoðuð gjaldskrá leikskóla er lögð fram til samþykktar til samræmis við niðurstöðu fjölskylduráðs frá 19.11. í málinu Betri leikskóli - 202410009 þar sem eftirfarandi var bókað:
"Lagt er til að gjaldskrá leikskóla verði óbreytt frá 1. janúar 2025 en breytingar á skóladagatali og gjaldskrá til samræmis taki gildi 1. ágúst 2025. Innleiddir verði u.þ.b. 20 sérskráningardagar. Sérskráningardagar eru dagar eins og virkir dagar á milli jóla og nýárs, virkir dagar í dymbilviku fyrir páska, starfsdagar grunnskóla sem eru ekki starfsdagar leikskóla og mögulega svokallaðir klemmudagar sem eru t.d. föstudagar á eftir sumardeginum fyrsta og uppstigningardegi sem eru á fimmtudögum. Við gerð skóladagatals verði sérskráningardagar hvers skólaárs valdir og foreldrum boðið að skrá börn sín sérstaklega í vistun þessa daga gegn sérstöku sérskráningargjaldi. Frá og með 1. ágúst verði í boði allt að sex tíma vistun á tímabilinu 8:00-14:00 með u.þ.b. 50% lækkun frá núgildandi gjaldskrá."
Jafnframt munu vistunargjöld fyrir 7-8 tíma vistun lækka miðað við fækkun um 20 skráningardaga á ári eða 9%. Öll gjaldskráin tekur eftir það 2,5% hækkun, til samræmis við stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga í mars 2024, frá og með 1. ágúst 2025.
"Lagt er til að gjaldskrá leikskóla verði óbreytt frá 1. janúar 2025 en breytingar á skóladagatali og gjaldskrá til samræmis taki gildi 1. ágúst 2025. Innleiddir verði u.þ.b. 20 sérskráningardagar. Sérskráningardagar eru dagar eins og virkir dagar á milli jóla og nýárs, virkir dagar í dymbilviku fyrir páska, starfsdagar grunnskóla sem eru ekki starfsdagar leikskóla og mögulega svokallaðir klemmudagar sem eru t.d. föstudagar á eftir sumardeginum fyrsta og uppstigningardegi sem eru á fimmtudögum. Við gerð skóladagatals verði sérskráningardagar hvers skólaárs valdir og foreldrum boðið að skrá börn sín sérstaklega í vistun þessa daga gegn sérstöku sérskráningargjaldi. Frá og með 1. ágúst verði í boði allt að sex tíma vistun á tímabilinu 8:00-14:00 með u.þ.b. 50% lækkun frá núgildandi gjaldskrá."
Jafnframt munu vistunargjöld fyrir 7-8 tíma vistun lækka miðað við fækkun um 20 skráningardaga á ári eða 9%. Öll gjaldskráin tekur eftir það 2,5% hækkun, til samræmis við stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga í mars 2024, frá og með 1. ágúst 2025.
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá leikskóla og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
8.Grænuvellir - Leikskóladagatal 2025-2026.
Málsnúmer 202503045Vakta málsnúmer
Leikskóladagatal Grænuvalla 2025-2026 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal. Skóladagatal verður birt á vefsíðu skólans.
9.Skipulagsskrá lista- og menningarsjóðs Norðurþings - Endurskoðun 2025
Málsnúmer 202503112Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur til endurskoðunar reglur skipulagsskrá lista- og menningarsjóðs Norðurþings.
Fjölskylduráð samþykkir reglur skipulagsskrá lista- og menningarsjóðs og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Gunnur Árnadóttir, skólastjóri Grunnskólans á Raufarhöfn, sat fundinn (í fjarfundi) undir lið 3.
Guðni Bragason, skólastjóri Tónlistarskólans á Húsavík, sat fundinn undir lið 4.
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Öxarfjarðar og Christoph Wöll, fulltrúi starfsmanna skólans, sátu fundinn (í fjarfundi) undir liðum 5-7.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, skólastjóri Leikskólans Grænuvalla, og Helga Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri Leikskólans Grænuvalla, sátu fundinn undir liðum 6-8.
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir lið 9.
Jónas Þór Viðarsson sat fundinn í fjarfundi.