Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

25. fundur 09. apríl 2013 kl. 15:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um styrk vegna bókaútgáfu

Málsnúmer 201304011Vakta málsnúmer

Fyrir fræðslu- og menningarnefnd liggur erindi frá bæjarráði sem vísaði styrkbeiðni vegna bókaútgáfu um sögusafn athafna og mannlífs í sveitarfélaginu til umsagnar hjá nefndinni. Fræðslu- og menningarnefnd telur að með bókaútgáfunni sé verið að varðveita og varpa ljósi á mikilvæg söguleg og þar með menningarleg gögn í sveitarfélaginu. Ennfremur lýsir nefndin ánægju sinni með frumkvæði og óeigingjarnt starf höfundar. Nefndin leggur til að bæjarráð verði við erindinu.

2.Skóladagatöl í Norðurþingi

Málsnúmer 201303053Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur erindi varðandi túlkun fræðslu- og menningarnefndar á áliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins á skilgreiningu skóladaga í grunnskólum hvað varðar tvöfalda daga. Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að skóladagatöl sveitarfélagsins og skilgreining skóladaga séu í takt við álit mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar kemur fram að skóladagar verði aldrei færri en 180, að minnsta kosti 170 af þeim eru skilgreindir sem kennsludagar en að hámarki 10 sem aðrir skóladagar. Í skólastefnu Norðurþings er lögð áhersla á að hver skóli skuli halda sínum sérkennum og í góðum tengslum við samfélagið og atvinnulífið á svæðunum. Fræðslu- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við tvöfalda daga svo framarlega sem um er að ræða verkefni annarra skóladaga sem unnin eru eftir hefðbundinn kennsludag, s.s. foreldraviðtöl og skólaskemmtanir og allir aðilar skólasamfélagsins séu sammála um fyrirkomulag þessara daga.

3.Borgarhólsskóli - Skólastarfið vor 2013

Málsnúmer 201304021Vakta málsnúmer

Mætt voru Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir og Sólveig Mikaelsdóttir fulltrúar kennara og Snæbjörn Sigurðarson fulltrúi foreldra. Skólastjóri fór yfir skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið með fyrirvara um að ekki komu athugasemdir frá skólaráði Borgarhólsskóla. Þórgunnur kynnti skólastarfið, áætlun um innleiðingu nýrrar aðalnámskrár, endurmenntunaráætlun, fjárhag og fleira. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 16:15

4.Grænuvellir - Skólastarfið vor 2013

Málsnúmer 201304022Vakta málsnúmer

Mættar voru Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarskólastjóri, Guðrún Eiríksdóttir og Lilja Sigurðardóttir fulltrúar starfsfólks auk Eddu Sverrisdóttur fulltrúa foreldra. Aðstoðarskólastjóri fór yfir skóladagatal Grænuvalla fyrir skólaárið 2013-2014. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið sem er lagt fram athugasemdarlaust. Aðalbjörg kynnti skólastarfið, fjárhag og fleira. Fulltrúar Grænuvalla viku af fundi kl. 16:50

5.Ráðning skólastjóra á Grænuvelli

Málsnúmer 201304026Vakta málsnúmer

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Grænuvelli. Fræðslu- og menningarnefnd býður Sigríði Valdísi velkomna til starfa og óskar henni velferðar í starfi.

6.Grunnskólinn á Raufarhöfn - skólastarfið vor 2013

Málsnúmer 201304024Vakta málsnúmer

Mættar voru í fjarfundi Frida E. Jörgensen skólastjóri, Heiða Þorgeirdóttir fulltrúi kennara og Berglind Friðbergsdóttir fulltrúi foreldra. Skólastjóri fór yfir skóladagatal Grunnskólans á Raufarhöfn fyrir skólaárið 2013-2014. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið sem er lagt fram athugasemdarlaust. Frida kynnti skólastarfið, fjárhag og fleira. Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 17:10

7.Öxarfjarðarskóli - Skólastarfið vor 2013

Málsnúmer 201304023Vakta málsnúmer

Mættar voru Gurðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri, Vigdís Sigvarðardóttir fulltrúi kennara og Guðríður Baldvinsdóttir fulltrúi foreldra. Skólastjóri fór yfir skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2013-2014. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið sem er lagt fram athugasemdarlaust.Guðrún kynnti skólastarfið, áætlun um innleiðingu nýrrar aðalnámskrár, endurmenntunaráætlun, fjárhag og fleira.

8.Öxarfjarðarskóli - ósk um að Norðuþing festi kaup á færanlegum sviðseiningum

Málsnúmer 201304025Vakta málsnúmer

Hrund Ásgeirsdóttir kynnti hugmyndir um kaup á sviðseiningum. Fræðslu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur fræðslufulltrúa ásamt æskulýðs- og tómstundafulltrúa að kanna málið frekar í samstarfi við mögulega aðra aðila. Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 18:00

Fundi slitið - kl. 18:00.