Fara í efni

Skóladagatöl í Norðurþingi

Málsnúmer 201303053

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 25. fundur - 09.04.2013

Fyrir nefndinni liggur erindi varðandi túlkun fræðslu- og menningarnefndar á áliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins á skilgreiningu skóladaga í grunnskólum hvað varðar tvöfalda daga. Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að skóladagatöl sveitarfélagsins og skilgreining skóladaga séu í takt við álit mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar kemur fram að skóladagar verði aldrei færri en 180, að minnsta kosti 170 af þeim eru skilgreindir sem kennsludagar en að hámarki 10 sem aðrir skóladagar. Í skólastefnu Norðurþings er lögð áhersla á að hver skóli skuli halda sínum sérkennum og í góðum tengslum við samfélagið og atvinnulífið á svæðunum. Fræðslu- og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við tvöfalda daga svo framarlega sem um er að ræða verkefni annarra skóladaga sem unnin eru eftir hefðbundinn kennsludag, s.s. foreldraviðtöl og skólaskemmtanir og allir aðilar skólasamfélagsins séu sammála um fyrirkomulag þessara daga.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 26. fundur - 14.05.2013

Mætt voru Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og Adrianne Davis fulltrúi kennara. Skólastjóri fór yfir skóladagatal fyrir skólaárið 2013-2014, starfsmannamál og starfsemi skólans. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir skólaárið 2013-2014. Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 15:30