Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Skóladagatöl í Norðurþingi
Málsnúmer 201303053Vakta málsnúmer
Mætt voru Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og Adrianne Davis fulltrúi kennara. Skólastjóri fór yfir skóladagatal fyrir skólaárið 2013-2014, starfsmannamál og starfsemi skólans. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir skólaárið 2013-2014. Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 15:30
2.Frá samtökunum Heimili og skóli
Málsnúmer 201305003Vakta málsnúmer
Tillögur samtakanna Heimili og skóli um með hvaða hætti skuli staðið að samskiptum skóla og trúfélaga á öllum skólastigum lagðar fram til kynningar.
3.Listahópurinn "Út í Buskann", umsókn um styrk
Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.
4.Málræktarsjóður-Aðalfundarboð
Málsnúmer 201304087Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarnefnd tilnefnir ekki fulltrúa á aðalfund Málræktarsjóðs þetta árið.
5.Mennta- og menningarmálaráðuneyti, ýmis mál til kynningar
Málsnúmer 201301045Vakta málsnúmer
Tilkynning um heildarútgáfu aðalnámskrár grunnskóla lögð fram til kynningar.
6.Stefnumótun í menningarmálum á starfsvæði Eyþings
Málsnúmer 201305030Vakta málsnúmer
Drög um stefnu í menningarmálum á starfssvæði Eyþings 2013-2020 lögð fram til kynningar.
7.Þekkingarnet Þingeyinga - fundargerðir 73. og 74. funda
Málsnúmer 201305032Vakta málsnúmer
Fundargerðir Þekkingarnets Þingeyinga lagðar fram til kynningar.
8.Skólastefna Norðurþings
Málsnúmer 200709069Vakta málsnúmer
Skólastefna Norðurþings er tilbúin til prentunar og verður útgefin í 500 eintökum. Skólastefnunni verður dreift til skólanna.
Fundi slitið - kl. 17:00.