Fara í efni

Skólastefna Norðurþings

Málsnúmer 200709069

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 14. fundur - 17.04.2012

;Athugasemdir lagðar fram til kynningar. Næsti vinnufundur vegna skólastefnu 26. apríl 2012, kl. 16:30

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 15. fundur - 26.04.2012


Samkvæmt lögum um leikskóla (nr.90/2008) og grunnskóla (nr.91/2008) er sveitarfélögum skylt að koma á almennri stefnu um leik- og grunnskólahald í sveitarfélaginu.
<FONT face=Calibri size=3>
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja Skólastefnu Norðurþings 2012.

Bæjarstjórn Norðurþings - 15. fundur - 15.05.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 14. fundi fræðslu- og menningarnefndar sem fram fór 26. apríl s.l. Erindið ásamt afgreiðslu nefndarinnar er eftirfarandi: "Samkvæmt lögum um leikskóla (nr.90/2008) og grunnskóla (nr.91/2008) er sveitarfélögum skylt að koma á almennri stefnu um leik- og grunnskólahald í sveitarfélaginu.

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja Skólastefnu Norðurþings 2012".


Til máls tóku: Soffía, Hjálmar Bogi og Gunnlaugur

Fyrirliggjandi tillaga fræðslu- og menningarnefndar um Skólastefnu Norðurþings er samþykkt samhljóða.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 17. fundur - 12.06.2012

Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að koma skólastefnu Norðurþings í prentform.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 18. fundur - 14.08.2012

Farið var yfir hugmyndir að mismunandi útfærslum á útgáfu skólastefnunnar. Nánari útfærslur verða kynntar á næsta fundi.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 19. fundur - 11.09.2012

Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að leita samninga við Skarp útgáfufélag ehf. um prentun og uppsetningu skólastefnu Norðurþings.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 24. fundur - 14.02.2013

Fræðslu- og menningarfulltrúa í samstarfi við Huld Hafliðadóttur er falið að ljúka uppsetningu skólastefnunnar til prentunar.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 26. fundur - 14.05.2013

Skólastefna Norðurþings er tilbúin til prentunar og verður útgefin í 500 eintökum. Skólastefnunni verður dreift til skólanna.