Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2013 - Málaflokkar 03-04-05
Málsnúmer 201210072Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarnefnd vísar hagræðingatillögum sínum í málaflokkum 03-heilbrigðismál, 04-fræðslumál og 05-menningarmál til bæjarráðs.
2.Skipulag grunnskólagöngu barna úr Reykjahverfi.
Málsnúmer 201301031Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að börn úr Reykjahverfi sæki skóla til Húsavíkur frá og með hausti 2013. Þó verði nemendum úr Reykjahverfi fæddum 1998 og 1999 gefinn kostur á að ljúka grunnskólagöngu sinni á Hafralæk að því gefnu að samningar náist við Þingeyjarsveit. Jafnframt leggur nefndin til við bæjarstjórn að skipulögðum skólaakstri verði snúið til Húsavíkur og að fræðslu- og menningarfulltrúa verði falið að skipuleggja skólaakstur til Hafralækjar í samráði við foreldra og í takt við umræður á íbúafundi í Heiðarbæ 12. febrúar síðastliðinn.
3.Stúlknakór Húsavíkur. Umsókn um styrk vegna kórferðar á kóramót til vinabæjarins Fredrikstad í Noregi.
Málsnúmer 201302037Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs vegna vinabæjasamskipta við Fredrikstad í Noregi og leggur til að Norðurþing styrki verkefnið. Jafnframt vill nefndin koma á framfæri þakklæti til Hólmfríðar Benediktsdóttur fyrir áratuga óeigingjarnt starf í þágu tónlistar- og menningar í samfélaginu.
4.Kvenfélag Keldhverfinga, umsókn um styrk vegna þorrablóts
Málsnúmer 201301048Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu. Ekki eru fordæmi fyrir því að nefndin veiti styrki vegna þorrablóta í sveitarfélaginu.
5.Þorrablótsnefnd í Reykjahverfi. Umsókn um styrk vegna Þorrablóts.
Málsnúmer 201302036Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu. Ekki eru fordæmi fyrir því að nefndin veiti styrki vegna þorrablóta í sveitarfélaginu.
6.Skólastefna Norðurþings
Málsnúmer 200709069Vakta málsnúmer
Fræðslu- og menningarfulltrúa í samstarfi við Huld Hafliðadóttur er falið að ljúka uppsetningu skólastefnunnar til prentunar.
7.Mennta- og menningarmálaráðuneyti, ýmis mál til kynningar
Málsnúmer 201301045Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:30.