Fara í efni

Fræðslunefnd

3. fundur 11. maí 2016 kl. 10:30 - 13:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Jón Höskuldsson Ritari
  • Þórhildur Sigurðardóttir
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson Fræðslufulltrúi
Dagskrá
Málefni Öxarfjarðarskóla eru á dagskrá kl. 10.30
Málefni Grunnskóla Raufarhafnar eru á dagskrá kl. 10.50
Málefni Tónlistarskóla Húsavíkur eru á dagskrá kl. 11.10
Málefni Borgarhólsskóla eru á dagskrá kl. 11.30
Málefni Grænuvalla eru á dagskrá kl. 12.10

1.Öxarfjarðarskóli - Skóladagatal 2016-2017

Málsnúmer 201604158Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur til staðfestingar skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2016-2017.
Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatalinu, dagatalið hefur fengið umfjöllun skólaráðs. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatal Öxarfjarðarskóla fyrir skólaárið 2016-2017. Skólastjóri lagði fram gögn sem sýna þróun nemendafjölda og fjölda nemenda með sérþarfir. Á þeim grunni greindi skólastjóri frá því að starfshlutfall í grunnskólanum yrði óbreytt á næsta skólaári.

2.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2016-2017.

Málsnúmer 201605035Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur til staðfestingar skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2016-2017.
Birna Björnsdóttir skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatalinu, dagatalið hefur fengið umfjöllun skólaráðs. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatal Grunnskóla Raufarhafnar fyrir skólaárið 2016-2017.

3.Tónlistarskóli Húsavíkur - Skóladagatal 2016-2017

Málsnúmer 201604169Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur til staðfestingar skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir skólaárið 2016-2017.
Árni Sigurbjarnarson skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatalinu, dagatalið hefur fengið umfjöllun skólaráðs. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir skólaárið 2016-2017.

4.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2016-2017.

Málsnúmer 201605033Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur til staðfestingar skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2016-2017.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatalinu, dagatalið hefur fengið umfjöllun skólaráðs. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2016-2017.

5.Trúnaðarmál - Fræðslunefnd

Málsnúmer 201605076Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarmálabók.

6.Grænuvellir - Skóladagatal 2016-2017.

Málsnúmer 201605034Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur til staðfestingar skóladagatal leikskólans Grænuvalla fyrir skólaárið 2016-2017.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri gerði grein fyrir skóladagatalinu, dagatalið hefur fengið umfjöllun skólaráðs. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatal leikskólans Grænuvalla fyrir skólaárið 2016-2017 með þeirri breytingu að þeim föstudögum þar sem lokað verður kl. 14 verður bætt inn á skóladagatalið.

7.Niðurstöður foreldrakönnunar foreldraráðs Grænuvalla.

Málsnúmer 201605050Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggja niðurstöður könnunar sem foreldraráð Grænuvalla stóð fyrir og gerð var meðal foreldra nemenda á Grænuvöllum.
Foreldraráð kynnti niðurstöður könnunarinnar. Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa og leikskólastjóra að fara nánar yfir niðurstöðurnar.

8.Erindi frá Félagi stjórnenda leikskóla.

Málsnúmer 201605001Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur erindi frá félagi stjórnenda leikskóla þar sem óskað er eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
Er sérfræðingur í leikskólamálum sem leikskólastjórnendur geta leitað til með ráðgjöf og stuðning við starfsemi og starfsfólk leikskóla starfandi á vegum rekstraraðila? Ef svo er ekki hvernig stendur til að bæta úr því?
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að svara erindinu.

9.Aðalfundur Málræktarsjóðs

Málsnúmer 201605063Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hefur til umfjöllunar erindi Málræktarsjóðs um hvort tilnefna eigi fulltrúa frá Norðuþingi á aðalfund sjóðsins 3. júní.
Fræðslunefnd afþakkar boð um að senda fulltrúa á fundinn.

10.Allsherjar- og menntamálanefnd:Til umsagnar 675. mál, frumvarp til laga um grunnskóla.

Málsnúmer 201605073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Styrkur vegna námsupplýsingakerfis

Málsnúmer 201412027Vakta málsnúmer

Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir upplýsingum um staðfestingu frá sveitarfélagi eða öðrum rekstraraðilum grunnskóla um það hvort styrkur hafi verið nýttur til uppfærslu námsupplýsingakerfis. Óskað er eftir að upplýsingarnar berist ráðuneytinu fyrir 10. júní.
Fræðslufulltrúa er falið að svara erindinu.

12.Kostnaður foreldra vegna námsgagna.

Málsnúmer 201605075Vakta málsnúmer

Fyrir fræðslunefnd liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir því að nefndin kanni hvernig kröfum grunnskóla sveitarfélagsins er háttað varðandi ritfangakaup nemenda.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að leggja erindið fyrir næsta fund skólastjórnenda grunnskóla á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 13:45.