Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Slökkvilið Norðurþings
Málsnúmer 201501016Vakta málsnúmer
Grímur Kárason , slökkviliðsstjóri Norðurþings og Kristinn Jóhann Lund varaslökkviliðsstjóri komu á fundinn og gerðu nefndinni grein fyrir stöðu liðsins.
2.Fyrirkomulag sorpmála í Norðurþingi
Málsnúmer 201410060Vakta málsnúmer
Hafsteinn Gunnarsson framkvæmdarstjóri Sorpsamlags Þingeyinga sat fundinn undir þessum lið.
Nefndin fór yfir framtíðar fyrirkomulag sorpmála í sveitarfélaginu.
Unnið var minnisblað vegna fyrirhugaðs útboðs.
Formanni nefndarinnar falið að kynna málið fyrir stjórn Sorpsamlagsins og Verkfræðistofunni Eflu.
Nefndin fór yfir framtíðar fyrirkomulag sorpmála í sveitarfélaginu.
Unnið var minnisblað vegna fyrirhugaðs útboðs.
Formanni nefndarinnar falið að kynna málið fyrir stjórn Sorpsamlagsins og Verkfræðistofunni Eflu.
3.Lífelfdar birkiplöntur í lúpínubreiður
Málsnúmer 201501008Vakta málsnúmer
ROOTOPIA ehf. hefur sent sveitarfélaginu erindi þar sem fram kemur að fyrirtækið er að leita að samstarfsaðila, helst sveitarfélagi til að taka í tilraunaverkefni þar sem öflugum birkiplöntum verður plantað í lúpínubreiður. Ætlunin er að bjóða 450 birkiplöntur, smitaðar svepprót sem eru um 100 sm háar og fá til þess styrk sem vonandi þýðir að þær verða sveitarfélagið að kostnaðarlausu en gegn vinnuframlagi við útplöntun og slíkt.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir þátttöku í verkefninu.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir þátttöku í verkefninu.
Fundi slitið - kl. 19:00.