Fara í efni

Hafnanefnd

8. fundur 15. nóvember 2016 kl. 16:15 - 18:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Trausti Aðalsteinsson formaður
  • Sigurgeir Höskuldsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Þórir Örn Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson Rekstrarstjóri hafna
Dagskrá
Gunnlaugur Aðalbjarnarson sat fundinn undir liðum 1. & 3.

1.Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2017

Málsnúmer 201610134Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2017 til afgreiðslu.
Hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar áætluninni til sveitastjórnar.

2.Framkvæmdir við Húsavíkurhöfn 2016 & 2017

Málsnúmer 201604139Vakta málsnúmer

Framkvæmdir við Húsavíkurhöfn árið 2016 & 2017

2016: Brimvörn, Dýpkun, Stálþil og bryggjukantur, 90% af verkumsjón
2017: Bryggjuþekja, plön, viðbótarverk og annað.
2018: Áframhaldandi vinna við plön, ýmsar breytingar og viðhald hafnamannvirkja.
Rekstrarstjóri hafna fór yfir framkvæmdir við Húsavíkurhöfn á árinu 2016 & 2017.

3.Fjárfestingar 2017-2019

Málsnúmer 201611090Vakta málsnúmer

Fjárfestingaráætlun hafnasjóðs 2017 - 2019
Hafnanefnd fór yfir og samþykkir fyrirliggjandi fjárfestngaráætlun hafna Norðurþings fyrir árin 2017-2019.

Umtalsverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu árum og mikilvægt að forgangsraða verkefnum.

4.Gjaldskrá hafna 2017

Málsnúmer 201611088Vakta málsnúmer

Gjaldskrá hafna fyrir árið 2017
Hafnanefnd fór yfir gjaldskrá fyrir árið 2017.

Rekstrastjóra hafna falið að gera breytingar á gjaldskrá hafnarinnar og leggja fyrir næsta fund.

5.Skipulagsmál hafna

Málsnúmer 201611089Vakta málsnúmer

Á komandi árum liggur fyrir að skipulagsmál verða mikið til umræðu á höfnum Norðurþings, sérstaklega á Húsavík. Mikið atriði að hönnun á svæðinu sé í réttum farvegi. Mikilvægt að eiga fund með Siglingasviði, Mannviti og PCC um hönnun iðnaðarsvæðisins á næstu tveimur vikum.

Umræðupunktar á fundinum:
Bökugarður og yfirborðsfrágangur athafnasvæða.
Kranar og vog - rafknúið.
Plön, girðingar, lýsing, aðgangsstýring og myndavélar.
Plan við Norðurgarð - endurbætur á yfirborði
Naustabryggja- viðhald og endurnýjun.
Miðhafnarsvæði- útlit og fyrirkomulag.
Þjónusta við fiskibáta á suðurbryggju- tilfærsla löndunaraðstöðu.
Suðurfjara - frágangur og úthlutun lóða.
Þvergarður - Viðhald.
Rekstarstjóri hafna fór yfir framtíðar áform um uppbyggingu Húsavíkurhafnar sem felur í sér talsvert viðhald og endurnýjun hafnarmannvirkja og búnaðar.

Hafnanefnd óskar eftir fundi með sveitastjórn Norðurþings um rekstrarfyrirkomulag hafnarþjónustu vegna stóriðju.

Fundi slitið - kl. 18:50.