Samskipti vegna skíðamannvirkja á Reykjaheiði.
Málsnúmer 201310075
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 108. fundur - 26.06.2014
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar sölutilboð á um 8 km löngum aflstreng sem sent var inn til Orkuveitu Húsavíkur ohf. Í skoðun hefur verið að leggja rafstreng frá Húsavík að Höskuldsvatni.Skoðun á uppbyggingu skíða- og útivistasvæðis á Reykjaheiði hefur verið til umfjöllunar hjá Tómstunda- og æskulýðsnefnd og liggur fyrir gróft kostnaðarmat á plægingu og rafvæðingu sem nemur um 25 m.kr. Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma málinu í formlegan farveg og í samvinnu við RARIK, Orkusamskipti og Orkuveitu Húsavíkur ohf. og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð Norðurþings - 110. fundur - 17.07.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 108. fundi bæjarráðs og varðar lagningu um 8 km aflstrengs frá Húsavík og að fyrirhuguðu skíða- og útivistasvæði á Reykjaheiði. Bæjarráð fól bæjarstjóra að koma málinu í formlegan farveg og í samvinnu við RARIK, Orkusamskipti og Orkuveitu Húsavíkur ohf. og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Lagt fram til kynningar.