Skipulagsbreytingar hjá félagsþjónustu
Málsnúmer 201411107
Vakta málsnúmerFélags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 45. fundur - 04.12.2014
Nefndin felur félagsmálastjóra að vinna tillögu að skipulagsbreytingum innan félagsþjónustunnar með það að markmiði að gera þjónustuna skilvirkari, markvissari og aðgengilegri fyrir notendur hennar. Nefndin leggur einnig áherslu á að reynt verði að hagræða eins og kostur er innan málaflokksins þannig að fjármunir sveitarfélagsins nýtist sem best án þess að þjónusta skerðist. Í þessu felst að kanna hvort sameining ákveðinna sviða eða deilda sé kostur. Félagsmálastjóra er falið að skoða uppbygginguna hjá sveitarfélögum af sambærilegri stærðargráðu.
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 46. fundur - 15.01.2015
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings samþykkir breytingar á skipulagi félagsþjónustu Norðurþings, skv. framlagðri greinargerð um skipulagsbreytingarnar. Félagsmálastjóra er falið að vinna að innleiðingu skipulagsins, s.s. með uppsögnum tveggja deildarstjóra og tveggja forstöðumanna á sviðinu. Miðað er við að breytingin taki gildi 1. maí 2015.
Bæjarstjórn Norðurþings - 44. fundur - 20.01.2015
Fyrir bæjarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 46. fundi félags og barnavendarnefndar.
Eftirfarnadi er afgreiðsla nefndarinnar:
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings samþykkir breytingar á skipulagi félagsþjónustu Norðurþings, skv. framlagðri greinargerð um skipulagsbreytingarnar. Félagsmálastjóra er falið að vinna að innleiðingu skipulagsins, s.s. með uppsögnum tveggja deildarstjóra og tveggja forstöðumanna á sviðinu. Miðað er við að breytingin taki gildi 1. maí 2015.
Eftirfarnadi er afgreiðsla nefndarinnar:
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings samþykkir breytingar á skipulagi félagsþjónustu Norðurþings, skv. framlagðri greinargerð um skipulagsbreytingarnar. Félagsmálastjóra er falið að vinna að innleiðingu skipulagsins, s.s. með uppsögnum tveggja deildarstjóra og tveggja forstöðumanna á sviðinu. Miðað er við að breytingin taki gildi 1. maí 2015.
Til máls tóku: Soffía og Kristján Þór.
Soffía leggur til að bæjarstjórn Norðurþings samþykki framkomna tillögu félagsmála og barnaverndarnefndar um skipulagsbreytingu á Félagsþjónustu Norðurþings með þeim fyrirvara að þjónusturáð aðildarsveitarfélaganna samþykki einnig breytingarnar.
Afgreiðslutillaga Soffíu afgreidd samhljóða.
Soffía leggur til að bæjarstjórn Norðurþings samþykki framkomna tillögu félagsmála og barnaverndarnefndar um skipulagsbreytingu á Félagsþjónustu Norðurþings með þeim fyrirvara að þjónusturáð aðildarsveitarfélaganna samþykki einnig breytingarnar.
Afgreiðslutillaga Soffíu afgreidd samhljóða.