Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Stígamót, umsókn um rekstrarstyrk 2015
Málsnúmer 201501011Vakta málsnúmer
Styrkbeiðni Sígamóta hafnað, rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.
2.Einstaklingsmál
Málsnúmer 200904027Vakta málsnúmer
Niðurstaða samkvæmt bókun nefndar.
3.Skipulagsbreytingar hjá félagsþjónustu
Málsnúmer 201411107Vakta málsnúmer
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings samþykkir breytingar á skipulagi félagsþjónustu Norðurþings, skv. framlagðri greinargerð um skipulagsbreytingarnar. Félagsmálastjóra er falið að vinna að innleiðingu skipulagsins, s.s. með uppsögnum tveggja deildarstjóra og tveggja forstöðumanna á sviðinu. Miðað er við að breytingin taki gildi 1. maí 2015.
4.Þátttaka í Ester verkefni Barnaverndarstofu
Málsnúmer 201501024Vakta málsnúmer
Barnaverndarstofa hefur fengið styrk frá EUF á Íslandi fyrir tveggja ára innleiðingu á ESTER greiningar og matskerfinu. ESTER er mats- og greiningarkerfi vegna barna með hegðunarerfiðleika og barna sem eiga á hættu að þróa með sér þess háttar erfiðleika.
Styrkurinn gerir Barnaverndarstofu mögulegt að bjóða öllum barnaverndarnefndum landsins að taka þátt í þessu tveggja ára tilraunaverkefni þeim nær að kostnaðarlausu. Kostnaðurinn sem fellur á sveitarfélagið er áskrift af tölvukerfi ESTER kr. 45.000 á ári og ferðakostnaður innanlands 4 ferðir til Reykjavíkur.
Nefndin samþykkir að tveir starfsmenn BÞ taki þátt í verkefninu.
Styrkurinn gerir Barnaverndarstofu mögulegt að bjóða öllum barnaverndarnefndum landsins að taka þátt í þessu tveggja ára tilraunaverkefni þeim nær að kostnaðarlausu. Kostnaðurinn sem fellur á sveitarfélagið er áskrift af tölvukerfi ESTER kr. 45.000 á ári og ferðakostnaður innanlands 4 ferðir til Reykjavíkur.
Nefndin samþykkir að tveir starfsmenn BÞ taki þátt í verkefninu.
Fundi slitið - kl. 17:00.