Fara í efni

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings

45. fundur 04. desember 2014 kl. 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Anna Ragnarsdóttir formaður
  • Aðalbjörn Jóhannsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
  • Dögg Káradóttir félagsmálafulltrúi
Fundargerð ritaði: Dögg Káradóttir Félagsmálafulltrúi
Dagskrá

1.Velferðarnefnd Alþingis, 52. mál til umsagnar

Málsnúmer 201411088Vakta málsnúmer

Nefndin fagnar framkominni þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra.

2.Skipulagsbreytingar hjá félagsþjónustu

Málsnúmer 201411107Vakta málsnúmer

Nefndin felur félagsmálastjóra að vinna tillögu að skipulagsbreytingum innan félagsþjónustunnar með það að markmiði að gera þjónustuna skilvirkari, markvissari og aðgengilegri fyrir notendur hennar. Nefndin leggur einnig áherslu á að reynt verði að hagræða eins og kostur er innan málaflokksins þannig að fjármunir sveitarfélagsins nýtist sem best án þess að þjónusta skerðist. Í þessu felst að kanna hvort sameining ákveðinna sviða eða deilda sé kostur. Félagsmálastjóra er falið að skoða uppbygginguna hjá sveitarfélögum af sambærilegri stærðargráðu.

3.Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2015

Málsnúmer 201410125Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun rædd, breytingar lagðar fyrir bæjarráð

4.Samningur um ferliþjónustu

Málsnúmer 201412034Vakta málsnúmer

Vegna vinnu við endurskoðun samningum félagsþjónustunnar er lagt til að samningi um ferðaþjónustu verði sagt upp.
Nefndin felur félagsmálastjóra að segja upp samningi um ferðaþjónustu, milli Fjallasýnar Rúnars Óskarssonar ehf og Félagsþjónustu Norðurþings annars vegar og Hvamms, heimilis aldraðra, hins vegar frá áramótun eins og heimild er um í samningi milli aðila sem tók gildi þann 1. janúar 2011 og gilti til 31. desember 2013. Samningurinn endurnýjaðist sjálfkrafa um 2 ár þar sem honum var ekki sagt upp.

Fundi slitið.