Fjárhagsrammi félagsþjónustu fyrir árið 2016
Málsnúmer 201506005
Vakta málsnúmerFélags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 49. fundur - 03.06.2015
Fjárhagsrammi fyrir árið 2016 lagður fram til umræðu.
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 50. fundur - 20.08.2015
Fjárhagsrammi fyrir árið 2016 lagður fram til umræðu. Formanni og nefndarmanni falið að ræða við bæjarráð um fjárhagsrammann.
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 51. fundur - 21.09.2015
Ljóst er að fjárþörf sviðsins er umfram þann ramma sem því er ætlað. Ekki er svigrúm til að bæta við nýjum verkefnum frá fyrra ári. Til að geta boðið upp á bakvaktir hjá Barnavernd, eins og meirihlutinn hefur sýnt áhuga á að verði gert þarf aukið fjármag.
Þar sem ákveðið hefur verið að hækka leigu í íbúðum Norðurþings er ljóst að þeir leigutakar sem verst eru staddir fjárhagslega ráða ekki við að greiða hærri leigu. Því leggur félags- og barnaverndarnefnd til að teknar verði upp sérstakar húsaleigubætur, samkvæmt ákveðnum reglum. Til að það sé mögulegt verður að koma til aukin fjárveiting. Nefndin fer því fram á aukafjárveitingu upp á kr. 14. milljónir
Þar sem ákveðið hefur verið að hækka leigu í íbúðum Norðurþings er ljóst að þeir leigutakar sem verst eru staddir fjárhagslega ráða ekki við að greiða hærri leigu. Því leggur félags- og barnaverndarnefnd til að teknar verði upp sérstakar húsaleigubætur, samkvæmt ákveðnum reglum. Til að það sé mögulegt verður að koma til aukin fjárveiting. Nefndin fer því fram á aukafjárveitingu upp á kr. 14. milljónir
Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 53. fundur - 20.11.2015
Nýr fjárhagsrammi lagður fram.