PCC Seaview Residences hf. óskar eftir lóðum til úthlutunar fyrir uppbyggingu íbúða
Málsnúmer 201603116
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 170. fundur - 21.03.2016
Fyrir byggðarráði liggur ósk frá PCC Seaview Residences hf. um að lóðir á svæði E í deiliskipulagi Holtahverfis og tvær fjölbýlishúsalóðir við Lyngbrekku, verði teknar frá á meðan á undirbúningsvinnu stendur og svæðið tryggt félaginu til úthlutunar um leið og endanleg ákvörðun liggur fyrir um framkvæmdir. Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna tillögu að breytingum á deiliskipulagi umræddra svæða þannig að það falli betur að hugmyndum þróunarfélagsins.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að taka frá umbeðið svæði til úthlutunar í sex mánuði frá samþykkt sveitarstjórnar.
Byggðarráð Norðurþings - 184. fundur - 11.08.2016
Fyrir byggðarráð liggur fyrir ákvörðun um að ganga inn í tilboð í uppbyggingu gatna í Holtahverfi svæði E.
Byggðarráð samþykkir að hefja framkvæmdir við gatnagerð í Holtahverfi svæði E svo framarlega að um semjist við verktaka og PCC Seaview Residences ehf um greiðslu gatnagerðargjalda á 5 lóðum á svæðinu.
Framkvæmdanefnd - 7. fundur - 17.08.2016
Fyrir framkvæmdanefnd liggur bókun byggðarráðs um framkvæmdir við gatnagerð í Holtahverfi.
Snæbjörn Sigurðarson verkefnisstjóri (í síma) og Gunnlaugur Aðalbjarnarson kynntu stöðu mála við gatnagerð í Holtahverfi.
Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaða gatnagerð með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram að málinu.
Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaða gatnagerð með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram að málinu.
Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð Norðurþings - 201. fundur - 13.01.2017
Fyrir liggja samningsdrög milli Norðurþings og PCCSR um uppbyggingu íbúðahúsnæðis í Holtahverfi á Húsavík. Gestir fundarins undir þessum lið verða Gaukur Hjartarson og Garðar Garðarsson lögmaður sveitarfélagsins. Umræður um gatnagerðargjöld í Holtahverfi sem og aðra kostnaðarliði framkvæmdarinnar verða ræddir.
Til fundarins mættu Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingafulltrúi, Snæbjörn Sigurðarson verkefnisstjóri og Garðar Garðarson lögmaður (í síma).
Farið var yfir forsögu málsins og hvað lagt hefur verið til grundvallar útreikninga gatnagerðargjalda og annarra kostnaðarliða framkvæmdarinnar.
Farið var yfir forsögu málsins og hvað lagt hefur verið til grundvallar útreikninga gatnagerðargjalda og annarra kostnaðarliða framkvæmdarinnar.
Gestir fundarins: Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri og Gaukur Hjartarsson, skipulags- og byggingafulltrúi. Garðar Garðarsson, lögmaður í síma.
Framkvæmdanefnd - 22. fundur - 25.10.2017
Í ljósi vætutíðar undangenginna daga og vikna þykir illgerlegt að ganga endanlega frá yfirborði gatna á svæði E í Holtahverfi. Ef farið verður í að malbika hverfið á þessum tímapunkti, er líklegt að endurtaka verði stóran hluta af verkinu næsta sumar vegna óstöðugleika jarðvegs og þ.m.t. undirlags í götum.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort halda skuli verkáætlun eða hvort nýta skuli ákvæði um óvissu verkloka vegna annarra verkefna og veðurs og fresta gatnaframkvæmdum til næsta vors.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort halda skuli verkáætlun eða hvort nýta skuli ákvæði um óvissu verkloka vegna annarra verkefna og veðurs og fresta gatnaframkvæmdum til næsta vors.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fresta malbikun á svæði E í Holtahverfi til næsta vors.