Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Evrópskur sumarskóli um sjálfbæra ferðaþjónustu haldinn á Íslandi 2016
Málsnúmer 201608005Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra, varðandi stuðning við Evrópska sumarskólann um sjálfbæra ferðaþjónustu
Lagt fram til kynningar
2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um viðbót við fyrra rekstrarleyfi í Kaupfélaginu á Raufarhöfn
Málsnúmer 201608009Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um viðbót við fyrra rekstrarleyfi í Kaupfélaginu á Raufarhöfn til handa Kristjönu R Sveinsdóttur.
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn
3.Grundargaður 15-301 Sala
Málsnúmer 201608010Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur eitt tilboð í Grundargarð 15 301. Tilboðið hljóðar upp á 14,5 milljónir
Byggðarráð hafnar tilboðinu og felur fjármálastjóra að gera gagntilboð
4.PCC óskar eftir lóðum til úthlutunar fyrir uppbyggingu íbúða fyrir starfsmenn félagsins
Málsnúmer 201603116Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráð liggur fyrir ákvörðun um að ganga inn í tilboð í uppbyggingu gatna í Holtahverfi svæði E.
Byggðarráð samþykkir að hefja framkvæmdir við gatnagerð í Holtahverfi svæði E svo framarlega að um semjist við verktaka og PCC Seaview Residences ehf um greiðslu gatnagerðargjalda á 5 lóðum á svæðinu.
5.Hvatningarbréf frá Velferðarvaktinni um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki
Málsnúmer 201608032Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Velferðarvaktinni þar sem vakin er athygli á að Velferðarvaktin telur að kostnaðarþátttaka foreldra, vegna ritfanga og annarra gagna vegna skólagöngu barna, upp á tugi þúsunda króna samrýmist hvorki anda Barnasáttmálans né grunnskólalaganna.
Af þeim sökum hvetur Velferðarvaktin öll sveitarfélög landsins til að leggja slíka kostnaðarþátttöku af eða haldi henni í algjöru lágmarki.
Af þeim sökum hvetur Velferðarvaktin öll sveitarfélög landsins til að leggja slíka kostnaðarþátttöku af eða haldi henni í algjöru lágmarki.
Erindinu er vísað til fræðslunefndar til kynningar
6.Gatnagerðargjöld að Tröllabakka 6
Málsnúmer 201608031Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingafulltrúi leggur til að að rukkað verði fyrir gatnagerðargjöld miðað við 10% nýtingarhlutfall vegna lítillar nýtingar á lóðinni
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa
7.Fjárhagsáætlun 2017
Málsnúmer 201605113Vakta málsnúmer
Fjármálastjóri lagði fram fyrstu tekjuáætlun fyrir árið 2017
8.Skipulags- og umhverfisnefnd - 5
Málsnúmer 1607001Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 5. fundar skipulags- og umhverfisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til staðfestingar
Fundargerðin er lögð fram til staðfestingar
9.Framkvæmdanefnd - 6
Málsnúmer 1607002Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 6. fundar framkvæmdanefndar
Fundargerðin er lögð fram til staðfestingar
Fundargerðin er lögð fram til staðfestingar
10.Félagsmálanefnd - 5
Málsnúmer 1607005Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 5. fundar félagsmálanefndar
Fundargerðin er lögð fram til staðfestingar
Fundargerðin er lögð fram til staðfestingar
11.Orkuveita Húsavíkur ohf - 153
Málsnúmer 1608002Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 153. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 20:15.