Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar
Málsnúmer 202001140
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 314. fundur - 30.01.2020
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Brú lífeyrissjóði varðandi endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar. Einnig er meðfylgjandi bréf tryggingarstærðfræðings þar sem tilkynnt er að niðurstaða hans sé að nauðsynlegt sé að hækka endurgreiðsluhlutfallið úr 0,69 í 0,71.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins þarf sveitarstjórn að ákveða endurgreiðsluhlutfallið að fenginni tillögu tryggingastærðfræðings og sjóðsstjórnar.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins þarf sveitarstjórn að ákveða endurgreiðsluhlutfallið að fenginni tillögu tryggingastærðfræðings og sjóðsstjórnar.
Byggðarráð leggur til að erindið verði samþykkt og vísar ákvörðuninni til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020
Á 314. fundi byggðarráðs var farið yfir álit tryggingarstærðfræðings hjá Brú lífeyrissjóði sem taldi að nauðsynlegt væri að hækka endurgreiðsluhlutfalli launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 2020 úr 0,69 í 0,71.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins þarf sveitarstjórn að ákveða endurgreiðsluhlutfallið að fenginni tillögu tryggingastærðfræðings og sjóðsstjórnar.
Á umræddum fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð leggur til að erindið verði samþykkt og vísar ákvörðuninni til sveitarstjórnar.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins þarf sveitarstjórn að ákveða endurgreiðsluhlutfallið að fenginni tillögu tryggingastærðfræðings og sjóðsstjórnar.
Á umræddum fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð leggur til að erindið verði samþykkt og vísar ákvörðuninni til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
Sveitarstjórn Norðurþings - 108. fundur - 01.12.2020
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Brú lífeyrissjóði þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 2021 verði óbreytt frá fyrra ári eða 71%.
Til máls tók; Bergur.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.