Reglur um mötuneytiseldhús Borgarhólsskóla
Málsnúmer 202001170
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 55. fundur - 10.02.2020
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögu skólastjóra Borgarhólsskóla að reglum um mötuneytiseldhús skólans.
Fjölskylduráð - 56. fundur - 24.02.2020
Fjölskylduráð fjallaði um málið á 55. fundi þess og heldur áfram umfjöllun sinni um málið og fræðslufulltrúi kynnir þau gögn sem honum var falið að afla vegna málsins.
Fjölskylduráð kynnti sér þau gögn sem fræðslufulltrúi lagði fram og samþykkir að settar verði reglur um mötuneytiseldhúss í Borgarhólsskóla og að ákvörðun um þær verði teknar samhliða ákvörðun í máli 202001072 - rekstur mötuneyta leik- og grunnskóla á Húsavík.
Tækjabúnaður er dýr og sérhæfður og þarf að vera til taks í byrjun skóladags. Gæta þarf að ofnæmisvaldar berist ekki í mat barna. Taka þarf tillit til þess.
Ráðið er sammála skólastjóra og telur gott að setja reglur um útleigu á mötuneytiseldhússins í skólanum.
Ráðið felur fræðslustjóra af afla gagna og kynna fyrir ráðið.