Fara í efni

Fjölskylduráð

55. fundur 10. febrúar 2020 kl. 13:00 - 16:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Berglind Hauks varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslustjóri sat fundinn undir lið 1, 2 og 7.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 3 - 5.

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn í síma undir lið 1 og 2.

Undir lið 7 sátu:
Þórhildur Sigurðardóttir, Guðrún Einarsdóttir, Guðrún Ingimundardóttir, Svava Hlín Arnarsdóttir Stephens og Kristrún Lind Birgisdóttir, ráðgjafi frá Tröppu.

1.Reglur um mötuneytiseldhús Borgarhólsskóla

Málsnúmer 202001170Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögu skólastjóra Borgarhólsskóla að reglum um mötuneytiseldhús skólans.
Fjölskylduráð fjallaði um tillögu skólastjóra Borgarhólsskóla um útleigu á mötuneytiseldhús skólans.

Tækjabúnaður er dýr og sérhæfður og þarf að vera til taks í byrjun skóladags. Gæta þarf að ofnæmisvaldar berist ekki í mat barna. Taka þarf tillit til þess.

Ráðið er sammála skólastjóra og telur gott að setja reglur um útleigu á mötuneytiseldhússins í skólanum.

Ráðið felur fræðslustjóra af afla gagna og kynna fyrir ráðið.

2.Borgarhólsskóli - Auglýsingar til foreldra

Málsnúmer 202002013Vakta málsnúmer

Að ósk skólastjóra ræðir fjölskylduráð þátttöku Borgarhólsskóla við miðlun auglýsinga frá íþrótta- og tómstundafélögum og félagasamtökum til foreldra.
Fjölskylduráð ræddi að ósk skólastjóra Borgarhólsskóla miðlun auglýsinga til foreldra í gegnum tölvupóstlista Borgarhólsskóla.

Ráðið felur fræðslustjóra að afla gagna og kynna fyrir ráðinu að nýju fyrir lok mars.

3.Æfum alla ævi - skýrsla um HSÞ

Málsnúmer 202001117Vakta málsnúmer

Á 314. fundi Byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð vísar skýrslunni til umfjöllunar í fjölskylduráði og hvetur ráðið til að fjalla sérstaklega um aðgengi allra barna að íþróttastarfi á starfssvæði HSÞ.
Fjölskylduráð fjallaði um skýrslu HSÞ og sérstaklega um aðgengi allra barna að íþróttastarfi á starfsvæði HSÞ.
Ráðið hvetur öll hverfisráð í Norðuþingi að taka málið upp í samræðum við íbúa og nærliggjandi íþróttafélög. Ráðið telur mikilvægt að frumkvæði komi frá nærsamfélaginu og óskar eftir hugmyndum um hvernig bæta megi aðgengi allra barna til íþróttaiðkunar.

Gildandi eru samstarfssamningar við virk íþróttafélög í Norðurþingi og má finna þá á vef Norðurþings https://www.nordurthing.is/is/thjonusta/ithrottir-og-tomstundir/ithrottir

4.Skíðasvæði í Reyðarárhnjúk - rekstur 2020

Málsnúmer 202001008Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráð liggur minnisblað um starfsemi skíðasvæðis í Reyðarárhnjúk
Fjölskylduráð fjallaði um minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúi um stöðu svæðisins en talsvert hefur verið um bilun að ræða á lyftunni sem og veðurfar ekki verið hagstætt.

Unnið hefur verið að því að koma í veg fyrir síendurtekna bilun sem er að öryggisrás lyftu hefur verið að slá lyftunni út við álag eða af öðrum orsökum.

Upplýsingasíðuna SKÍÐASVÆÐI NORÐURÞINGS er hægt að finna á facebook.

5.Tillaga um undirbúning Mærudaga 2020

Málsnúmer 201910121Vakta málsnúmer

Á 47. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð leggur til í ljósi þess að Mærudagar hafa verið haldnir á Húsavík í rétt um aldarfjórðung og þar sem allir hafa skoðun á hátíðinni, framkvæmd hennar og framtíð að notuð verði samráðsgáttin Betra Ísland til að kanna hug íbúa til framkvæmdar Mærudaga 2020. Sveitarfélagið Norðurþing gegnir mikilvægu hlutverki í framkvæmd hátíðarinnar en íbúar Húsavíkur gegna þó lykilhlutverki í framkvæmdinni svo það er vel við hæfi að íbúum verði boðið tækifæri á að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er við að marka stefnu um Mærudaga til framtíðar. Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að útfæra spurningar og leggja fyrir ráðið.
Fjölskylduráð fjallaði um málið og samþykkir að kanna hug fólks um eftirfarandi:

Hversu oft eiga Mærudagar að vera?
- Árlega
- 2ja ára fresti
- Aldrei


Notast verður við samráðsgáttina Betra Ísland - https://nordurthing.betraisland.is/

6.Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909091Vakta málsnúmer

Lagt til kynningar ný þjónustukönnun frá Gallup fyrir Norðurþing
Lögð fram til kynningar.

7.Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun

Málsnúmer 201912124Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fundaði með starfshópi sem mun stýra endurskoðun skólastefnu Norðurþings á fyrsta fundi hans.
Ráðgjafi Tröppu fór yfir verklag við endurskoðun skólastefnu í Norðurþingi.

Ráðið þakkar starfhópnum fyrir mætingu á fundinn.

Fundi slitið - kl. 16:50.