Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2019
Málsnúmer 201909091
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 302. fundur - 26.09.2019
Undanfarin ár hefur Gallup mælt viðhorf íbúa til þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins. Niðurstöður nýtast við mat á frammistöðu sveitarfélaga bæði í samanburði við önnur sveitarfélög og fyrri frammistöðu. Eins nýtast þær við forgangsröðun á aðgerðum sveitarfélaga. Samanburður er sýndur milli viðhorfa þeirra sem nota viðkomandi þjónustu reglulega og þeirra sem nota hana ekki.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í þjónustukönnun sveitarfélaga hjá Gallup.
Byggðarráð Norðurþings - 314. fundur - 30.01.2020
Norðurþing var eins og undanfarin ár þátttakandi í árlegum spurningavagni Gallup um þjónustu sveitarfélaga á Íslandi. Könnunin fór fram í nóvember og desember 2019 og liggja niðurstöður nú fyrir byggðarráði.
Lagt fram til kynningar, könnunin verður birt á heimasíðu Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 57. fundur - 04.02.2020
Norðurþing var eins og undanfarin ár þátttakandi í árlegum spurningavagni Gallup um þjónustu sveitarfélaga á Íslandi. Könnunin fór fram í nóvember og desember 2019 og liggja niðurstöður nú fyrir til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 55. fundur - 10.02.2020
Lagt til kynningar ný þjónustukönnun frá Gallup fyrir Norðurþing
Lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020
Hjálmar Bogi Hafliðason og Hafrún Olgeirsdóttir óska eftir umræðum í sveitarstjórn Norðurþings um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2019.
Til máls tóku: Hafrún, Kristján, Silja, Kolbrún Ada og Hjálmar.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 409. fundur - 11.10.2022
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Gallup: Árlega þjónustukönnun okkar meðal stærstu sveitarfélaga landsins fer af stað nú í lok október eða í byrjun nóvember.
Norðurþing hefur verið með í þessari könnun síðustu ár.
Norðurþing hefur verið með í þessari könnun síðustu ár.
Byggðarráð samþykkir að Norðurþing verði áfram aðili að þjónustukönnun sveitarfélaga kostnaður er áætlaður um 300 þ.kr á árinu 2023.