Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

409. fundur 11. október 2022 kl. 16:15 - 17:55 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Áki Hauksson
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

Undir lið 1. sat fundinn Eysteinn Heiðar Kristjánsson frá Björgunarsveitinni Garðari.

1.Ósk um styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Garðari.

Málsnúmer 202210012Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Garðari vegna endurnýjunar á björgunarbát sveitarinnar.
Byggðarráð þakkar Eysteini Kristjánssyni frá Björgunarsveitinni Garðari fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á þeirra áformun um brýna þörf á endurnýjun á björgunarbát sveitarinnar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að skoða mögulega útfærslu á framlagi Norðurþings til kaupanna og leggja fyrir ráðið að nýju.

2.Ósk um stuðning við nýtt björgunarskip

Málsnúmer 202209073Vakta málsnúmer

Björgunarbátasjóður Norðurlands sendi Norðurþingi erindi um ósk um stuðning við kaup á nýju björgunarskipi. Heimahöfn þess verður í Fjallabyggð, en starfssvæðið nær frá Skagatá í vestri til Tjörness í austri og það mun því tryggja öryggi og sinna sæfarendum á svæði sveitarfélags ykkar.
Í ljósi þess að það stendur til að styrkja Björgunarsveitina Garðar vegna endurnýjunar á björgunarbát sveitarinnar, sér sveitarfélagið sér ekki fært um að verða við beiðni Björgunarbátasjóðs Norðurlands á árinu 2022. Hins vegar útilokar það ekki aðra niðurstöðu þegar kemur að því að skoða kaup á nýjum bát á Raufarhöfn eins og vonir standa til.

3.Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023 - 2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum

Málsnúmer 202208014Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs 1. september 2022 var sveitarstjóra falið að setja saman vinnuhóp starfsfólks vegna Rammasamnings ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023 - 2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Vinnuhópurinn skili stöðumati í október.

Með fundarboði fylgja gögn frá fundi vinnuhópsins með fulltrúum HMS sem sýna stöðu húsnæðisframboðs í Norðurþingi m.v. ágúst 2022. Næstu skref eru að uppfæra húsnæðisáætlun og í framhaldinu er hægt að ganga frá samningi við Ríkið um uppbyggingu áranna 2023-2032.
Lagt fram til kynningar.

4.Verkefnastjóri Grænn Iðngarður

Málsnúmer 202210030Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggur að taka ákvörðun um þátttöku í verkefninu og að taka ákvörðun um hvort starf verkefnisstjóra verði auglýst.
Byggðarráð samþykkir að auglýst verði eftir verkefnastjóra fyrir Grænan iðngarð á Bakka. Starfið er samstarfsverkefni kostað af Norðurþingi og Eimi, gert er ráð fyrir að Norðurþing greiði allt að 50% af kostnaði við starfið.

5.Úttekt á Slökkviliði Norðurþings

Málsnúmer 202108070Vakta málsnúmer

Á 374. fundi byggðarráðs var tekin fyrir skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar vegna úttektar á Slökkviliði Norðurþings 2021. Á fundinum var bókað; Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja mat á kostnað við þau atriði sem HMS hefur metið að þarfnist úrbóta, forgangsraða þeim og leggja fyrir ráðið að nýju. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að tryggja að bætt verði úr eftirfarandi: brunavarnaáætlun verði birt á vef sveitarfélagsins, brunaeftirlitsáætlun lögð fram fyrir 2021 og 2022, komið verði á skipulegum æfingum Slökkviliðs Norðurþings á ný, sem og heilsufarsskoðun liðsins.

Í janúar lagði sveitarstjóri fram minnisblað vegna athugasemdanna og við hverju hafði þá þegar verið brugðist.

Með fundarboði fylgir staðan á forgangsröðun úrbóta í byrjun október 2022 ásamt minnisblaði um þau verkefni sem enn á eftir að bregðast við.
Lagt fram til kynningar.

6.Áætlanir vegna ársins 2023

Málsnúmer 202205060Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2023.
Lagt fram til kynningar.

7.Erindi til sveitarfélagsins varðandi vigtarskúrinn á höfninni á Húsavík

Málsnúmer 202209038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi sem barst til sveitarstjórnar í september frá handverkshóppnum Kaðlín sem óskar eftir að fá vigtarhúsið til leigu og afnota fyrir sína starfsemi.

Bókun hafnarstjórnar frá 23.09.2022; Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings bendir á að sveitarstórn hefur þegar samþykkt fundargerð Stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings frá 31. ágúst þar sem kom fram að auglýsa ætti húsið til sölu og að það yrði fjarlægt af hafnarsvæðinu á Húsavík.
Í ljósi þess að stjórn Hafnasjóðs Norðurþings hefur ákveðið að auglýsa ætti húsnæðið til sölu, sér byggðarráð sér ekki fært um að verða við beiðni Kaðlín handverkshóps hvað varðar þetta húsnæði.

8.Erindi til sveitarstjórnar varðandi stuðning við Flugklasann Air66N

Málsnúmer 202210032Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands sem snýr að stuðningi við Flugklasann Air66N.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka málið upp á samstarfsvettvangi sveitarfélaga innan SSNE.

9.Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909091Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Gallup: Árlega þjónustukönnun okkar meðal stærstu sveitarfélaga landsins fer af stað nú í lok október eða í byrjun nóvember.

Norðurþing hefur verið með í þessari könnun síðustu ár.
Byggðarráð samþykkir að Norðurþing verði áfram aðili að þjónustukönnun sveitarfélaga kostnaður er áætlaður um 300 þ.kr á árinu 2023.

10.Starf flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202204077Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar skýrsla Flugklasans AIR 66N um starfið síðustu mánuði.
Lagt fram til kynningar.

11.Ársfundur SSKS 2022

Málsnúmer 202210033Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð: Ársfundur SSKS (Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum) haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 14. október kl. 12:30.
Byggðarráð tilnefnir Bergþór Bjarnason fjármálstjóra til setu á fundinum.

12.Gjaldskrár fræðslusviðs 2023

Málsnúmer 202209126Vakta málsnúmer

Á 129. fundi fjölskylduráðs 4. október 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrárnar og vísar þeim til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

13.Leigufélag Hvamms, fundargerðir og fundarboð 2022

Málsnúmer 202210028Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fyndargerð aðalfundar Leigufélags Hvamms ehf.
Fundurinn var haldin á Skrifstofu stéttarfélaganna, Garðarsbraut 26 Húsavík, þann 06.09.2022.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn miðvikudaginn 28. september kl. 12:00 á Akureyri.
Lagt fram til kynningar.

15.Ósk um styrk vegna alþjóðlegrar jarðskjálftaráðstefnu á Húsavík

Málsnúmer 202210035Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk að að upphæð 250.000 kr. frá Þekkingarneti Þingeyinga til að halda fjórðu alþjóðlegu ráðstefnuna um jarðskjálfta á Norðurlandi, NorthQuake 2022, á Húsavík dagana 18.-20. október.
Byggðarráð samþykkir að veita 250 þ.kr styrk til verkefnisins.

Fundi slitið - kl. 17:55.