Fara í efni

Erindi til sveitarfélagsins varðandi vigtarskúrinn á höfninni á Húsavík

Málsnúmer 202209038

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 407. fundur - 22.09.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá forsvarsfólki Kaðlín handsverkshúsi varðandi nýtingu á Vigtarskúrnum á hafnarsvæði Húsavíkur.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til hafnarstjórnar þar sem eignin er á forræði stjórnar hafnarsjóðs sem hefur tekið ákvörðun um að auglýsa hana til sölu.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 4. fundur - 28.09.2022

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir erindi frá Byggðarráði um ósk frá Kaðlín handverkshúsi varðandi nýtingu á vigtarskúrnum á hafnarsvæði á Húsavík.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings bendir á að sveitarstórn hefur þegar samþykkt fundargerð Stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings frá 31. ágúst þar sem kom fram að auglýsa ætti húsið til sölu og að það yrði fjarlægt af hafnarsvæðinu á Húsavík.

Byggðarráð Norðurþings - 409. fundur - 11.10.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi sem barst til sveitarstjórnar í september frá handverkshóppnum Kaðlín sem óskar eftir að fá vigtarhúsið til leigu og afnota fyrir sína starfsemi.

Bókun hafnarstjórnar frá 23.09.2022; Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings bendir á að sveitarstórn hefur þegar samþykkt fundargerð Stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings frá 31. ágúst þar sem kom fram að auglýsa ætti húsið til sölu og að það yrði fjarlægt af hafnarsvæðinu á Húsavík.
Í ljósi þess að stjórn Hafnasjóðs Norðurþings hefur ákveðið að auglýsa ætti húsnæðið til sölu, sér byggðarráð sér ekki fært um að verða við beiðni Kaðlín handverkshóps hvað varðar þetta húsnæði.