Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings
Dagskrá
1.Starfsmannamál hafna Norðurþings
Málsnúmer 202208118Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir minnisblað um starfsmannaumgjörð hafna Norðurþings.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir tillögu hafnastjóra um fjölgun stöðugilda við höfnina á Húsavík fyrir árið 2023 samkvæmt fyrirliggjandi launaáætlun.
2.Fundagerðir 2022 - Hafnasamband Íslands
Málsnúmer 202202047Vakta málsnúmer
Fyrir stjórn hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir til kynningar fundargerð 445. fundar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.
3.Hafnarmál 2022
Málsnúmer 202202113Vakta málsnúmer
Ýmis hafnamál, til umræðu.
Farið var yfir ýmis framkvæmda- og uppbyggingarverkefni á höfnum Norðurþings.
4.Erindi til sveitarfélagsins varðandi vigtarskúrinn á höfninni á Húsavík
Málsnúmer 202209038Vakta málsnúmer
Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir erindi frá Byggðarráði um ósk frá Kaðlín handverkshúsi varðandi nýtingu á vigtarskúrnum á hafnarsvæði á Húsavík.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings bendir á að sveitarstórn hefur þegar samþykkt fundargerð Stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings frá 31. ágúst þar sem kom fram að auglýsa ætti húsið til sölu og að það yrði fjarlægt af hafnarsvæðinu á Húsavík.
Fundi slitið.