Fara í efni

Borgarhólsskóli - Auglýsingar til foreldra

Málsnúmer 202002013

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 55. fundur - 10.02.2020

Að ósk skólastjóra ræðir fjölskylduráð þátttöku Borgarhólsskóla við miðlun auglýsinga frá íþrótta- og tómstundafélögum og félagasamtökum til foreldra.
Fjölskylduráð ræddi að ósk skólastjóra Borgarhólsskóla miðlun auglýsinga til foreldra í gegnum tölvupóstlista Borgarhólsskóla.

Ráðið felur fræðslustjóra að afla gagna og kynna fyrir ráðinu að nýju fyrir lok mars.

Fjölskylduráð - 56. fundur - 24.02.2020

Fjölskylduráð fjallaði um málið á 55. fundi þess og heldur áfram umfjöllun sinni um málið og fræðslufulltrúi kynnir þau gögn sem honum var falið að afla vegna málsins.
Fræðslufulltrúi kynnti þær upplýsingar sem hann hafði aflað vegna málsins.

Ráðið leggur til að eingöngu þeir aðilar eða félagasamtök sem hafa samning við Norðurþing í tengslum við frístundarkort fái að nýta tölvupóstlista skólanna.

Fræðslufulltrúa er falið að leita eftir áliti á tillögunni hjá persónuverndarfulltrúa Norðurþings.

Fjölskylduráð - 60. fundur - 06.04.2020

Fræðslufulltrúi kynnir fyrir fjölskylduráði álit persónuverndarfulltrúa Norðurþings á tillögu ráðsins um að eingöngu þeir aðilar eða félagasamtök sem hafa samning við Norðurþing í tengslum við frístundarkort fái að nýta tölvupóstlista skólanna.
Að fengnum áliti persónuverndarfulltrúa Norðurþings ítrekar fjölskylduráð bókun sína frá 56. fundi ráðsins um málið.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að upplýsa skólastjórnendur um ákvörðun ráðsins.