Erindi frá UMF Austra á Raufarhöfn
Málsnúmer 202002032
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 56. fundur - 24.02.2020
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá UMF Austra vegna kaupa á tækjum í íþróttamiðstöðina á Raufarhafnar þar sem óskað er eftir því við Norðurþing að leggja fram framlag á móti framlagi Austra.
Austri skorar einnig á ráðið að endurskoða vetrarlokun sundlaugar.
Austri skorar einnig á ráðið að endurskoða vetrarlokun sundlaugar.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 61. fundur - 10.03.2020
Fjölskylduráð vísaði styrkbeiðni frá UMF Austra á Raufarhöfn til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar styrkbeiðninni til byggðaráðs.
Byggðarráð Norðurþings - 321. fundur - 26.03.2020
Á fundi fjölskylduráðs þann 24. febrúar sl. var tekið fyrir erindi frá UMF Austra vegna kaupa á tækjum í íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn. Óskað var eftir framlagi á móti framlagi Austra.
Fjölskylduráð vísaði erindinu til skipulags- og framkvæmdarráðs.
Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 10. mars sl. var erindið tekið fyrir og bókaði ráðið;
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar styrkbeiðninni til byggðaráðs.
Fjölskylduráð vísaði erindinu til skipulags- og framkvæmdarráðs.
Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 10. mars sl. var erindið tekið fyrir og bókaði ráðið;
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar styrkbeiðninni til byggðaráðs.
Byggðarráð samþykkir að veita 550.000 króna styrk til Ungmennafélagsins Austra til kaupa á líkamsræktartækjum í Íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn í samræmi við áður afgreiddan styrk til kaupa á líkamsræktartækjum á Kópaskeri.
Ekki er gert ráð fyrir fjármagni í tækjakaup í fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2020 og hafnar fjölskylduráð því erindinu.
Ráðið vísar málinu til skipulags-og framkvæmdaráðs um hvort eignarsjóður sjái sér fært um að leggja til málsins 550.000 kr. en árið 2017 kom sveitarfélagið til móts við aðila á Kópaskeri sem lögðu fram fjármagn til tækjakaupa í íþróttahúsið á Kópaskeri.
Ráðið vísar í lið 2 þessarar fundargerðar hvað varðar áskorun UMF Austra um vetraropnun í sundlaug Raufarhafnar.