Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2020-2021
Málsnúmer 202004030
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 62. fundur - 04.05.2020
Skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir skóladagatal Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2020-2021.
Fjölskylduráð - 72. fundur - 07.09.2020
Til umfjöllunar er breyting á skóladagatali Borgarhólsskóla veturinn 2020 - 2021 að ósk skólastjóra. Skólastjóri óskar eftir umræðu um tilfærslu á starfsdögum 28. og 29. október þar sem ekki verður af skólaheimsókn vegna Covid-19.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 73. fundur - 28.09.2020
Breytingar á skóladagatali Borgarhólsskóla eru lagðar fram til samþykktar.
Skólastjóri Borgarhólsskóla gerði grein fyrir breytingunum. Fjölskylduráð samþykkir að fyrirhugaður skipulagsdagur 28. október verði færður til 23. apríl. Jafnframt gerði skólastjóri grein fyrir breytingum á viðtalsdegi og útfærslum viðtala vegna COVID-19. Hluti viðtala mun fara fram á viðtalsdegi en önnur viðtöl dreifast á aðra daga eftir aðstæðum.
Jafnframt ítrekar fjölskylduráð þá ósk sína að samráð verði haft á milli leik- og grunnskóla við gerð skóladagatala.
Jafnframt ítrekar fjölskylduráð þá ósk sína að samráð verði haft á milli leik- og grunnskóla við gerð skóladagatala.
Fjölskylduráð - 87. fundur - 29.03.2021
Þar sem beðið er eftir reglugerð um fyrirkomulag skólahalds í grunnskólum að loknu páskafríi fjallar fjölskylduráð um hvort 6. apríl eigi að vera starfsdagur í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir að veita fræðslufulltrúa umboð til þess að meta hvort þurfi að nýta 6. apríl sem starfsdag ef ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi vegna farsóttar gerir kröfur um miklar íþyngjandi breytingar á skólastarfi.