Fara í efni

Fjölskylduráð

73. fundur 28. september 2020 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir formaður
  • Aldey Traustadóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
  • Eiður Pétursson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1-3.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1-8.

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla sat fundinn undir lið 1.
Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur sat fundinn undir lið 2-3.

1.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2020-2021

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Breytingar á skóladagatali Borgarhólsskóla eru lagðar fram til samþykktar.
Skólastjóri Borgarhólsskóla gerði grein fyrir breytingunum. Fjölskylduráð samþykkir að fyrirhugaður skipulagsdagur 28. október verði færður til 23. apríl. Jafnframt gerði skólastjóri grein fyrir breytingum á viðtalsdegi og útfærslum viðtala vegna COVID-19. Hluti viðtala mun fara fram á viðtalsdegi en önnur viðtöl dreifast á aðra daga eftir aðstæðum.

Jafnframt ítrekar fjölskylduráð þá ósk sína að samráð verði haft á milli leik- og grunnskóla við gerð skóladagatala.

2.Tónlistarskóli Húsavíkur - Hljómsveitarstarf unglinga

Málsnúmer 202005034Vakta málsnúmer

Skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur fer yfir stöðu máls.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samstarfi við skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur að finna verkefninu farveg undir formerkjum Tónlistarskólans. Fullmótuð áætlun um verkefnið verði lögð fyrir ráðið að nýju í lok október 2020.

3.Reglur um greiðslu kennslukostnaðar vegna tónlistarnáms utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 202009156Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að reglum um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að fullgera reglur um tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags og leggja fyrir ráðið að nýju.

4.Vetraropnun sundlaugarinnar á Húsavík

Málsnúmer 202009001Vakta málsnúmer

Á 72.fundi fjölskylduráðs þann 7.9.2020 var málið einnig til umfjöllunar.
Fyrir mistök var opnunartími á virkum dögum eftir hádegi auglýstur hálftíma fyrr en mögulegt er að hleypa almennum sundlaugargestum í laugina.

Opnunartími er því frá 14.30 mánudaga - fimmtudaga, en ekki frá klukkan 14.00.
Að öðru leyti er opnunartíminn óbreyttur eins og hann var samþykktur.

Vetraropnunartími í sundlaug Húsavíkur er þá eftirfarandi:

Mán - fim: 06:45 - 08:15 --- 14:30 - 21:00
Fös: 06:45 - 19:00
Helgar: 11:00 - 16:00

Hætt er að hleypa ofaní 15 mín. fyrir auglýstan lokunartíma.
Vegna mistaka var skráður rangur opnunartími í bókun fjölskylduráðs er varðar opnunartíma Sundlaugar Húsavíkur. Fjölskylduráð biðst velvirðingar á þessum mistökum og vonar að það hafi ekki valdið neinum óþægindum. Vetraropnunartími í Sundlaug Húsavíkur er þá eftirfarandi: Mán - fim: 06:45 - 08:15 og 14:30 - 21:00 Fös: 06:45 - 19:00 Helgar: 11:00 - 16:00 Hætt er að hleypa ofaní 15 mín. fyrir auglýstan lokunartíma.

5.Leikhópurinn Skuggsjá - sýning á Raufarhöfn sumarið 2021

Málsnúmer 202009068Vakta málsnúmer

Leikhópurinn Skuggsjá hyggst setja upp leikverkið Parrak á Raufarhöfn sumarið 2021 og er ferð um landið í undirbúningi.
Leikhópurinn sækist eftir vilyrði um að fá sýningarhúsnæði til að setja leikverkið upp.
Fjölskylduráð tekur vel í erindið og mun leita leiða til að finna hentugt húsnæði fyrir sýninguna ef af verður.

6.Íbúahandbók fyrir erlenda íbúa

Málsnúmer 202008138Vakta málsnúmer

Til kynningar er íbúahandbók fyrir erlenda íbúa sem unnin var af Þekkingarneti Þingeyinga sem fékk styrk úr Þróunarsjóði Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins til verksins.

Handbókin er rafræn og má finna hana á vefsíðu Þekkingarnetsins, hac.is.
Fjölskylduráðs fagnar íbúahandbókinni sem mun nýtast sveitarfélaginu í framtíðinni.

Handbókin mun birtast á vefsíðu sveitarfélagsins.

7.Starfsemi félagsmiðstöðva veturinn 2020-2021

Málsnúmer 202008126Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru húsnæðismál félagsmiðstöðva á Húsavík.

Málið var til umfjöllunar á 106. fundi Sveitarstjórnar.
Málið var afgreitt á eftirfarandi hátt:

Undirrituð leggja til að hafinn verði undirbúningur að uppbyggingu félagsmiðstöðvar/ungmenna-húss á Húsavík. Verkefnið yrði samstarfsverkefni fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs undir forystu fjölskyldusviðs.

Fjölskylduráð fer yfir allar mögulegar sviðsmyndir í takt við minnisblað sem var lagt fram á fundi ráðsins þann 7. sept. síðastliðinn og skilar af sér hugmyndum fyrir 31. október næstkomandi. Því þarf að vinna málið hratt svo hægt sé að vísa málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Markmið vinnunnar er að finna framtíðarhúsnæði fyrir frístundastarf/félagsmiðstöð/ungmenna-hús, notað eða nýtt.
Bergur Elías Ágústsson Hafrún Olgeirsdóttir Hjálmar Bogi Hafliðason Hrund Ásgeirsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Kolbrún Ada óskar bókað: Þessi vinna er þegar í gangi. Í framtíðarhúsnæði fyrir frístundarstarf þarf að vera aðgengi fyrir alla.
Fjölskylduráð mun halda áfram með málið á næsta fundi ráðsins.

8.Íbúalýðræðisverkefni sambandsins

Málsnúmer 201903011Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er íbúalýðræðisverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga sem Norðurþing er þátttakandi í.
Lagt fram til kynningar og málið verður unnið áfram.

Fundi slitið - kl. 15:15.