Tónlistarskóli Húsavíkur - Hljómsveitarstarf unglinga
Málsnúmer 202005034
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 64. fundur - 25.05.2020
Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Tónlistarskóla Húsavíkur um hljómsveitarstarf unglinga.
Fjölskylduráð þakkar skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur fyrir erindið. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að gera kostnaðaráætlun og útfæra hugmyndir að rekstri slíks húsnæðis í samráði við skólastjóra Tónlistaskólans.
Fjölskylduráð - 72. fundur - 07.09.2020
Á fundi sínum þann 25. maí sl. fól fjölskylduráð íþrótta- og tómstundafulltrúa og fræðslufulltrúa að gera kostnaðaráætlun og útfæra hugmyndir að rekstri úrræðis fyrir hljómsveitarstarf unglinga á Húsavík samkvæmt tillögu skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur.
Kostnaðaráætlunin er lögð fram til kynningar.
Kostnaðaráætlunin er lögð fram til kynningar.
Ráðið fjallaði um kostnaðaráætlun og hugmyndir að rekstri úrræðis fyrir hljómsveitarstarf unglinga á Húsavík. Ráðinu líst vel á einhverskonar rekstur á slíku hljómsveitarstarfi og felur íþrótta- og tómstundafulltrúi og fræðslufulltrúa að vera í samstarfi við skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur um frekari útfærslur á hugmyndinni, húsnæði og kostnaðarskiptingu.
Fjölskylduráð - 73. fundur - 28.09.2020
Skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur fer yfir stöðu máls.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samstarfi við skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur að finna verkefninu farveg undir formerkjum Tónlistarskólans. Fullmótuð áætlun um verkefnið verði lögð fyrir ráðið að nýju í lok október 2020.