Starfsemi félagsmiðstöðva veturinn 2020-2021
Málsnúmer 202008126
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 71. fundur - 31.08.2020
Kynning á starfsemi félagsmiðstöðva fyrir veturinn 2020-2021.
Áætlað er að fara af stað með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar á Húsavík í húsi Orkuveitunnar við Vallholltsveg. Miðstig og unglingasstig mun vera þar með starfsemi á mánudögum og miðvikudögum í vetur. Áætlað er að hefja starf 2.september.
Áætlað er að fara af stað með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar á Húsavík í húsi Orkuveitunnar við Vallholltsveg. Miðstig og unglingasstig mun vera þar með starfsemi á mánudögum og miðvikudögum í vetur. Áætlað er að hefja starf 2.september.
Fjölskylduráð - 72. fundur - 07.09.2020
Um er að ræða mál sem einnig var til umræðu á 71.fundi Fjölskulduráðs þann 31.ágúst.
Til kynningar er úttekt frá Slökkviliði Húsavíkur á húsnæði við Vallholtsveg 3 þar sem að fyrirhugað er að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar færi fram.
Úttektin heimilar allt að 40 manns að koma saman í húsinu hverju sinni.
Til kynningar er úttekt frá Slökkviliði Húsavíkur á húsnæði við Vallholtsveg 3 þar sem að fyrirhugað er að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar færi fram.
Úttektin heimilar allt að 40 manns að koma saman í húsinu hverju sinni.
Grímur Kárason slökkviliðsstjóri kynnti úttekt slökkviliðsins á húsnæðinu við Vallholtsveg 3. Húsnæðið er í lagi fyrir almenna starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og heimilar allt að 40 manns komi saman í húsinu hverju sinni. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja starfið í því húsnæði sem fyrst og fara í þær úrbætur sem úttektin segir til um.
Undirrituð leggur til að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar verði einungis til áramóta í núverandi húsnæði og fram að þeim tíma verði farið í að kanna aðra þá möguleika á stærra húsnæði sem kynntir hafa verið í framlögðu minnisblaði frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Hrund Ásgeirsdóttir
Hrund greiðir með tillögunni en Arna Ýr Arnarsdóttir, Aldey Traustadóttir, Benóný Valur Jakobsson og Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir greiða atkvæði á móti tillögunni.
Arna Ýr Arnarsdóttir, Aldey Traustadóttir, Benóný Valur Jakobsson og Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir bóka eftirfarandi:
Það er ljóst að núverandi húsnæði er ekki til frambúðar en við undirrituð teljum ekki raunhæft að finna nýtt húsnæði fyrir áramót 2020-2021. Engu að síður leggum við til að sú vinna sem hafin er verði haldið áfram og reynt með ítrasta hætti að finna framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina sem allra fyrst.
Undirrituð leggur til að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar verði einungis til áramóta í núverandi húsnæði og fram að þeim tíma verði farið í að kanna aðra þá möguleika á stærra húsnæði sem kynntir hafa verið í framlögðu minnisblaði frá íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Hrund Ásgeirsdóttir
Hrund greiðir með tillögunni en Arna Ýr Arnarsdóttir, Aldey Traustadóttir, Benóný Valur Jakobsson og Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir greiða atkvæði á móti tillögunni.
Arna Ýr Arnarsdóttir, Aldey Traustadóttir, Benóný Valur Jakobsson og Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir bóka eftirfarandi:
Það er ljóst að núverandi húsnæði er ekki til frambúðar en við undirrituð teljum ekki raunhæft að finna nýtt húsnæði fyrir áramót 2020-2021. Engu að síður leggum við til að sú vinna sem hafin er verði haldið áfram og reynt með ítrasta hætti að finna framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina sem allra fyrst.
Sveitarstjórn Norðurþings - 106. fundur - 22.09.2020
Hjálmar Bogi fulltrúi B-lista óskaði eftir að málið yrði tekið fyrir á 106. fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Hrund, Kolbrún Ada, Hjálmar, Bergur, Helena, Silja og Hafrún.
Undirrituð leggja til að hafinn verði undirbúningur að uppbyggingu félagsmiðstöðvar/ungmenna-húss á Húsavík. Verkefnið yrði samstarfsverkefni fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs undir forystu fjölskyldusviðs. Fjölskylduráð fer yfir allar mögulegar sviðsmyndir í takt við minnisblað sem var lagt fram á fundi ráðsins þann 7. sept. síðastliðinn og skilar af sér hugmyndum fyrir 31. október næstkomandi. Því þarf að vinna málið hratt svo hægt sé að vísa málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Markmið vinnunnar er að finna framtíðarhúsnæði fyrir frístundastarf/félagsmiðstöð/ungmenna-hús, notað eða nýtt.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Kolbrún Ada óskar bókað: Þessi vinna er þegar í gangi. Í framtíðarhúsnæði fyrir frístundarstarf þarf að vera aðgengi fyrir alla.
Undirrituð leggja til að hafinn verði undirbúningur að uppbyggingu félagsmiðstöðvar/ungmenna-húss á Húsavík. Verkefnið yrði samstarfsverkefni fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs undir forystu fjölskyldusviðs. Fjölskylduráð fer yfir allar mögulegar sviðsmyndir í takt við minnisblað sem var lagt fram á fundi ráðsins þann 7. sept. síðastliðinn og skilar af sér hugmyndum fyrir 31. október næstkomandi. Því þarf að vinna málið hratt svo hægt sé að vísa málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Markmið vinnunnar er að finna framtíðarhúsnæði fyrir frístundastarf/félagsmiðstöð/ungmenna-hús, notað eða nýtt.
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Kolbrún Ada óskar bókað: Þessi vinna er þegar í gangi. Í framtíðarhúsnæði fyrir frístundarstarf þarf að vera aðgengi fyrir alla.
Fjölskylduráð - 73. fundur - 28.09.2020
Til umfjöllunar eru húsnæðismál félagsmiðstöðva á Húsavík.
Málið var til umfjöllunar á 106. fundi Sveitarstjórnar.
Málið var afgreitt á eftirfarandi hátt:
Undirrituð leggja til að hafinn verði undirbúningur að uppbyggingu félagsmiðstöðvar/ungmenna-húss á Húsavík. Verkefnið yrði samstarfsverkefni fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs undir forystu fjölskyldusviðs.
Fjölskylduráð fer yfir allar mögulegar sviðsmyndir í takt við minnisblað sem var lagt fram á fundi ráðsins þann 7. sept. síðastliðinn og skilar af sér hugmyndum fyrir 31. október næstkomandi. Því þarf að vinna málið hratt svo hægt sé að vísa málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Markmið vinnunnar er að finna framtíðarhúsnæði fyrir frístundastarf/félagsmiðstöð/ungmenna-hús, notað eða nýtt.
Bergur Elías Ágústsson Hafrún Olgeirsdóttir Hjálmar Bogi Hafliðason Hrund Ásgeirsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Kolbrún Ada óskar bókað: Þessi vinna er þegar í gangi. Í framtíðarhúsnæði fyrir frístundarstarf þarf að vera aðgengi fyrir alla.
Málið var til umfjöllunar á 106. fundi Sveitarstjórnar.
Málið var afgreitt á eftirfarandi hátt:
Undirrituð leggja til að hafinn verði undirbúningur að uppbyggingu félagsmiðstöðvar/ungmenna-húss á Húsavík. Verkefnið yrði samstarfsverkefni fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs undir forystu fjölskyldusviðs.
Fjölskylduráð fer yfir allar mögulegar sviðsmyndir í takt við minnisblað sem var lagt fram á fundi ráðsins þann 7. sept. síðastliðinn og skilar af sér hugmyndum fyrir 31. október næstkomandi. Því þarf að vinna málið hratt svo hægt sé að vísa málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Markmið vinnunnar er að finna framtíðarhúsnæði fyrir frístundastarf/félagsmiðstöð/ungmenna-hús, notað eða nýtt.
Bergur Elías Ágústsson Hafrún Olgeirsdóttir Hjálmar Bogi Hafliðason Hrund Ásgeirsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Kolbrún Ada óskar bókað: Þessi vinna er þegar í gangi. Í framtíðarhúsnæði fyrir frístundarstarf þarf að vera aðgengi fyrir alla.
Fjölskylduráð mun halda áfram með málið á næsta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð - 74. fundur - 05.10.2020
Á 73. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð mun halda áfram með málið á næsta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð mun halda áfram með málið á næsta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð fjallaði um málið. Vinnu verður haldið áfram og stefnt er á að niðurstaða muni liggja fyrir á næsta fundi.
Hrund Ásgeirsdóttir óskar að bóka eftirfarandi:
Undirrituð hefur áhyggjur af húsnæðinu (Orkuveituhúsinu) sem getur tæplega rúmað öll þau ungmenni sem mögulega vilja nýta sér spennandi og metnaðarfulla dagskrá sem hefur verið sett upp fyrir veturinn. Nemendur frá 5. - 10.bekk í sveitarfélaginu telja alls um 170 og ekki gerlegt að koma öllum inn í núverandi húsnæði og þess utan hefur það ekki verið tekið út m.t.t. brunavarna. Óskað er eftir úttekt á þessu áður en farið er af stað með nokkra starfsemi.
Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir, Aldey Traustadóttir og Benóný Valur Jakobsson óska bókað:
Það hefur alltaf verið ljóst að ekki stæði til að börn og unglingar í 5. - 10. bekk í sveitarfélaginu yrðu saman í þessu húsnæði á sama tíma. Þær upplýsingar sem ráðið hafði voru að að meðaltali væru um 30 börn/unglingar að mæta á opið hús hjá félagsmiðstöðinni. Ráðið samþykkti samhljóða á fundi sínum 29. júní 2020 að starfsemin færi fram í húsnæði Orkuveitunnar við Vallholtsveg veturinn 20/21 á þeim forsendum. Komi í ljós að aðsókn verði mikið meiri en reynsla síðustu ára hefur sýnt, sem sannarlega væri mikið fagnaðarefni, mun ráðið að sjálfsögðu bregðast við þeim aðstæðum með viðeigandi hætti.
Ráðið samþykkir að fresta starfi félagsmiðstöðvarinnar þangað til að úttekt hefur verið gerð á húsnæðinu að Vallholtsvegi 3 og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að sjá til þess að þær úttektir verði framkvæmdar.