Framlög til stjórnmálasamtaka 2020
Málsnúmer 202012008
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 347. fundur - 10.12.2020
Norðurþing hefur undanfarin ár greitt stjórnmálasamtökum styrki í samræmi við 5. gr. laga númer 162 frá 2006. Samkvæmt lögunum og viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga skulu viðkomandi stjórnmálasamtök hafa áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda. Fyrir byggðarráði liggur yfirlýsing frá Ríkisendurskoðun varðandi skil á gögnum stjórnmálasamtaka sem hafa þegið styrk frá Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð Norðurþings - 348. fundur - 17.12.2020
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir óskar eftir umræðu um framlög sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka 2020.
Kolbrún Ada óskar bókað:
V-listi er ekki til sem sjálfstæð eining með kennitölu þannig að ársreikningur fyrir 2018 fór inn í samstæðureikning VG fyrir það ár. 2019 var veltan undir því marki sem kallar á skil til Ríkisendurskoðunar (300 þús ISK).
V-listinn afþakkar styrk frá sveitarfélaginu til stjórnmálaflokka fyrir árið 2020 í ljósi stöðunnar sem er í samfélaginu og vill þannig leggja sitt af mörkum líkt og allir fulltrúar hafa gert með því að lækka laun sín fyrir nefndarsetu. Jafnframt skorum við á aðra lista að gera slíkt hið sama.
V-listi er ekki til sem sjálfstæð eining með kennitölu þannig að ársreikningur fyrir 2018 fór inn í samstæðureikning VG fyrir það ár. 2019 var veltan undir því marki sem kallar á skil til Ríkisendurskoðunar (300 þús ISK).
V-listinn afþakkar styrk frá sveitarfélaginu til stjórnmálaflokka fyrir árið 2020 í ljósi stöðunnar sem er í samfélaginu og vill þannig leggja sitt af mörkum líkt og allir fulltrúar hafa gert með því að lækka laun sín fyrir nefndarsetu. Jafnframt skorum við á aðra lista að gera slíkt hið sama.