Fara í efni

Verktakayfirlit framkvæmdasviðs 2020.

Málsnúmer 202012019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 85. fundur - 08.12.2020

Fyrir fundi skipulags- og framkvæmdaráðs liggur yfirlit yfir þá verktaka sem fengnir hafa verið að verkefnum á vegum Norðurþings á árinu 2020 að undanskildum útboðsverkefnum.
Lagt fram til kynningar og verður tekið fyrir síðar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021

Kallað hefur verið eftir yfirliti yfir þá verktaka sem sveitarfélagið Norðurþing hefur átt í viðskiptum við á árinu 2020 sem ekki hafa farið í gegnum útboðsferli. Samantekt þeirra upplýsinga liggur nú fyrir ásamt sundurliðun á þeim greiðslum sem farið hafa á milli vegna framlagðrar vinnu verktaka á rekstrarárinu 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman yfirlit yfir útboðsverk og leggja fyrir ráðið innan tveggja vikna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 89. fundur - 09.02.2021

Tekin hafa verið saman gögn yfir verktakagreiðslur á rekstrarárinu 2020. Gögnin eru sundurliðuð m.t.t. þess hvort um er að ræða almenn verk eða útboðsverk, en einnig þær verktakagreiðslur sem farið hafa á milli í tengslum við rekstur félagslegra íbúða Norðurþings.
Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu.
Þess er óskað að Rammasamningur milli Norðurþings og Ríkiskaupa verði tekinn til yfirferðar og umræðu á næsta fundi ráðsins

Greinargerð
Undirritaður vill byrja á því að þakka yfirmanni framkvæmdasviðs fyrir greinargóða samantekt á hinum ýmsu framkvæmdum og þjónustukaupum sviðsins á liðnu ári. Gögnin ná yfir flesta starfseiningar sveitarfélagsins að Orkuveitu Húsavíkur undanskilinni.

Fram kemur að almenn verkkaup námu 333,2 m.kr (77% af heild) og útboðsverk námu 102,2 m.kr (23% af heild). Heildarupphæð er því 435,4 m.kr.

Samningur Norðurþings, fyritækja og stofnana þess við Ríkiskaup er sérstaklega sniðinn fyrir verkefni sem ekki eru útboðsskyld. Ef ég skil þetta rétt þá er samningurinn bindandi. Einnig er þar fjallað um gæðakerfi ÍST-30 sem er fyrst og fremst samskiptamál milli aðila samnings, gerður til að koma í veg fyrir ágreining. Bein kaup undir 500 tíma þjónustu eru heimiluð en yfir 500 tíma ber að fara í örútboð, viðmiðunarupphæð við þjónustukaup er 15,5 m.kr. Verkefni yfir 49 m.kr. eru útboðsskyld.

Bindandi samningur við ríkiskaup hefur án efa marga góða kosti og skyldur um leið fyrir seljanda og kaupanda verka sem og þjónustu. Að því sögðu er rétt að benda á að ekki er víst að hann henti í öllum tilfellum. Í ljósi þessa telur undirritaður mikilvægt að ráðið taki til umfjöllunnar rammasamning milli Norðurþings og Ríkiskaupa með tilliti til framkvæmda samningsins sem og breytingar á einstaka ákvæðum hans.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.